TÚRISTAFERÐIN / 156 KM
Á þessari hringleið er að finna hveri, kirkjur og ótrúlegt landslag.
LEIÐIN» Beygt til vinstri út af Reykjanesbrautinni rétt áður en komið er að álverinu í Straumsvík, Krísuvíkurafleggjarann. Vegur 5 ekinn þó nokkurn spöl og eftir að ekið er fram hjá Kleifarvatni er tekin beygja í átt að Þorlákshöfn á veg 427. Frá Þorlákshöfn er ekið til Eyrarbakka og þaðan á Selfoss og svo til Hveragerðis. Loks er keyrt aftur heim til Reykjavíkur á þjóðvegi 1.
TAKA MEл Sundföt, gönguskó, hlýja úlpu, myndavél og Handpicked Iceland kortin frá Í boði náttúrunnar. Þar eru grænir handvaldir staðar um allt land sem stuðla að betri upplifun og hamingju.