Þegar hjónin höfðu varpað á milli sín hugmyndum að góðum veganrétti varð sveppabrauðið til. Við komumst að þeirri niðurstöðu að flestir eru hrifnir af ferskum sveppum, sem eru rétt steiktir. Súrdeigsbrauð er í miklu uppáhaldi hjá okkur, svo ekkert annað brauð kom til greina. Við vildum að rétturinn rifi aðeins í bragðlaukana og þá datt okkur í hug að nota piparrót og rífa hana yfir brauðið. Eftir nokkrar tilraunir varð sveppabrauðið til, og það sló strax í gegn. En uppistaðan í því eru þrjár mismunandi gerðir af sveppum: flúðasveppir, portóbellósveppir og ostrusveppir,“ segir Drífa. „Svo létum við sérhanna diska undir brauðið og Inga Elín design á heiðurinn af þeim,“ bætir Drífa stolt við.
Innt eftir því hvort fjölskyldan hafi áhuga á sveppatínslu kemur í ljós að svo er. „Já, þegar við höfum tíma kíkjum við stundum eftir sveppum en bara til að nota í matargerð heimavið. Okkur finnst gaman að kenna börnunum okkar hvað hægt er að nýta úr náttúrunni,“ segir Drífa.