7 GÓÐ RÁÐ VIÐ SVEPPATÍNSLU
1.
Vera viss um hvaða sveppi á að tína, hvar þeir vaxa og hvernig þeir líta út.
2.
Hafa ílát undir sveppina (við notuðum tómar mjólkurfernur).
3.
Taka með vasahníf eða annað til að hreinsa sveppina.
4.
Hafa meðferðis tusku því sveppirnir eru slímugir og lita gulum lit.
5.
Nýir ungir sveppir eru þeir sem á að tína.
6.
Bestu sveppirnir eru með pípur.
7.
Eldri sveppir eru oft orðnir flatir og maðkur sækir í þá. Þeir eru ekki góðir til átu og betra að láta þá vera og leyfa þeim að fjölga sér.