Dagsferð frá RVK: SÖGU- OG SIGLINGARFERÐIN

Áttu ennþá nokkra frídaga eftir sem þú vilt nota á frumlegan hátt? Við erum hjá ÍBN viljum nýta tímann sem best og skreppum úr bænum við hvert tækifæri. Í sumar höfum við deilt með ykkur þremur dagsferðum frá Reykjavík með okkar uppáhalds stöðum til að stoppa við og hér kemur sú fjórða en hún er ekki fyrir sjóveika!

SÖGU- OG SIGLINGARFERÐIN – 290 KM

Að sigla til Vestmannaeyja og til baka á einum degi er ævintýraleg dagsferð sem inniheldur sjóferð og heimsókn á eldfimar slóðir.

LEIÐIN: Keyrt er úr bænum til Selfoss og eftir bæjarmörkin tekin hægri beygja inn á veg 33 í átt að Gaulverjabæjarhreppi. Sá vegur er ekinn þar til komið er að Íslenska bænum. Eftir þá heimsókn er ekið örlítið til baka og tekin hægri beygja inn Önundarholtsveg þar til komið er að vegamótum og þar er tekin hægri beygja og keyrt áfram þar til kemur að afleggjara til Vatnsholts. Þá er keyrt til baka afleggjarann og upp á veg og hann keyrður beinustu leið aftur upp á þjóðveg 1. Þá er tekin hægri beygja og keyrt í átt að Hvolsvelli og áfram þar til komið er að afleggjaranum við Landeyjahöfn. Eftir eyjaferðina er haldið á þjóðveginum beint heim.

TAKA MEÐ: sundföt, regnjakka, gönguskó, hleðslutæki fyrir síma.

Hugmyndir að stoppum:

       Snarl í Litlu kaffistofunni

       Íslenski bærinn – Endurbyggður torfbær og sýning.

       Vatnsholt – Leikvöllur, dýr og dýrindis matur.

       Sveitabúðin Sóley – Blómaskreytingar, vandaðar vörur og handverk

       Landeyjahöfn – Ferjan fer kl. 12.30 og 14.45 út í Eyjar, heim kl. 18.30 og 21:00 – gott að ath HÉR til að vera viss

       Sagnheimar – Lifandi safn um sögu Vestmannaeyja.

       Sundlaugin í Vestmannaeyjum – Saltvatnslaug, rennibrautir og heitir pottar

       Slippurinn – Frábært veitingahús í gamalli stálverksmiðju í Eyjum.

Vonandi hefur þessi sería af dagsferðum orðið þér til innblásturs til að drífa þig úr bænum næst þegar tækifæri gefst!

Ekki gleyma að taka NÁTTÚRUKORTIÐ okkar með í ferðina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.