Áferð og munstur náttúrunnar

Með augum ljósmyndarans

Anna Kristín Þorsteinsdóttir er skapandi kona og náttúrubarn eins og þau gerast best. Hún rammar inn náttúru Íslands á einstakan hátt og tekur eftir smáatriðum og áferðum sem þar er að finna.
„Ég eignaðist mína fyrstu ljósmyndavél 15 ára gömul en það var filmuvél, Pentax P30n. heilan vetur tók ég svart hvítar myndir af hundinum mínum og skóginum í Noregi og framkallaði þær í kjallaranum heima. Mér fannst það töfrum líkast að sjá myndirnar birtast hægt og rólega ofan í framköllunar vökvanum. Seinna meir sótti ég nokkur ljósmynda námskeið og eftir að ég varð fullorðin tók ég ljósmyndakúrs hjá Þórdísi Erlu Ágústsdóttur í Listaháskóla Íslands. Það sem heillar mig við myndefnið eru ákveðnar áferðir og munstur sem birtast í nærmyndum af náttúru.“

Myndirnar eru teknar á Leica D-Lux 5 myndavél

Anna Kristín býr einnig til magnaðar klippimyndir sem hægt er að skoða og kaupa HÉR