DIY – Agar andlitsmaski

Sjávarþari hefur löngum verið notaður bæði við matargerð og í óhefðbundnum lækningum enda gæddur ýmsum eiginleikum. Agar-agar er efni unnið úr sjávarþara og var uppgötvað í Japan í kringum 1600. Efnið er bæði lyktar- og bragðlaust og getur nýst sem vegan staðgengill gelatíns, til þykkingar í matargerð eða í hinar ýmsu húð- og hárvörur. Agar-agar fæst hér á landi frá lífræna merkinu Rapunzel og hefur vakið athygli fyrir næringargildi sitt en sjávarþarinn sem það er unnið úr inniheldur meðal annars járn, magnesíum, kopar og kalsíum. Í formi krems getur efnið haft bólgueyðandi áhrif en það inniheldur einnig mikið magn steinefna sem húðin er einstaklega móttækileg fyrir. Agar-agar er umhverfisvænn kostur og einfalt í notkun og því tilvalið fyrir þá sem vilja spara pening og prufa sig áfram í heimagerðum húð- og hárvörum. Hér deilum við með ykkur einfaldri DIY uppskrift af djúphreinsandi andlitsmaska sem inniheldur töfraefnið.

DIY andlitsmaski

Innihald

  • ½ matskeið Agar duft frá Rapunzel
  • 1 teskeið Activated Charcoal töflur (fæst í Heilushúsinu)
  • ½ teskeið Bentonite leir (fæst í Jurtaapótekinu og Gló Fákafeni)
  • 2 matskeiðar vatn

Aðferð

  1. Blandið agar duftinu við vatnið og hrærið vel
  2. Bætið töflunum og leirnum við. Hrærið vel saman saman þangað til blandan er laus við alla kekki
  3. Færið blönduna yfir í krukku/skál og sjóðið í potti. Einnig er hægt að hita blönduna í örbylgjuofni í 10 sekúndur til að fá sömu útkomu. Fjarlægið krukkuna úr pottinum þegar að blandan er orðin heit og hrærið nokkru sinnum til að tryggja að hún sé kekkjalaus.
  4. Þegar að blandan hefur náð sömu áferð og hunang skulu þið setja hana í frysti í 3-4 mínútur til að leyfa henni að þykkjast enn betur. Gott er að kíkja á hana á um það bil einnar mínútu fresti til að koma í veg fyrir að hún storkni eða verði hlaupkennd.

Notkun

  1. Hreinsaðu andlitið með volgu vatni og þurrkaðu með mjúku handklæði.
  2. Notaðu bursta eða fingurna til að bera maskann á andlitið
  3. Leyfið maskanum að þorna vel á andlitinu
  4. Hreinsið maskann varlega af andlitinu með volgu vatni og nuddið húðina um leið.
  5. Bleytið þvottapoka með köldu vatni og strjúkið gætilega yfir andlitið eftir að maskinn hefur verið hreinsaður af. Þetta minnkar roða sem gæti hafa myndast í húðinni.
  6. Berið gott krem eða olíu á húðina eftir á.


Rapunzel vörur fást meðal annars í Víði, Fjarðarkaup, Nettó og Hagkaup.

 Lestu meira um fyrirtæki mánaðarins, lífræna merkið Rapunzel, HÉR

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.