DIY – Endurnýttur bolur

Vandamálið við það að hafa áhuga á tísku er að skáparnir manns geta verið ansi fljótir að fyllast og þá vill það vera svo að gamlar flíkur enda aftast í skápnum, liggja þar og safna ryki. Það finnst okkur sorgleg örlög fyrir umhverfið og flíkurnar okkar og þess vegna elskum við að taka til í skápnum og gefa gömlum fötum nýtt líf og nýjan tilgang.

Það var vaninn að safna heilum og heillegum flíkum í svarta ruslapoka og gefa þá rauða krossinum svo þær gætu fengið sitt seinna líf annars staðar í heiminum. Þó það sé að sjálfsögðu göfugt og gert af hugulsemi og náungakærleik þá er það ekki alltaf besta lausnin. Of tíðar fatagjafir geta haft slæmar afleiðingar á efnahag þeirra landa sem við þeim taka, til dæmis grefur það undan framleiðslu og textílgerð ýmissa Afríkulanda sem fá ofgnótt fatagjafa. Einnig ýtir það undir neytendahyggju okkar, þá tilfinningu að við getum sífellt blómi við bætt og látið gott af okkur leiða með að gefa gamalt og sefa þannig samviskuna. Það tekur náttúruna áratugi að umhverfi eða framtíð. Þess vegna höfum við ákveðið að gera DIY um hvernig nýta megi gamla stuttermaboli til að gera einföld og þægileg hárbönd og nýta síðan afganginn af bolnum í stuttan og þæginlegan bol sem hægt er að nota til dæmis í jóga.

DIY- stuttermabolurEina sem til þarf er skæri, stuttermabolur og límband.

1. Við byrjuðum á því að finna til gamla boli. Við vildum hafa hárbandið í fleiri litum svo við notuðum þrjá mismunandi en það má auðveldlega gera úr einum og sama  stuttermabolnum.

2. Klipptu neðst af bolnum fimm álíkastórar ræmur.

3. Klipptu endan öðru megin. Þá ertu komin með 5 langa renninga og getur hafist handa við að flétta.

4. Límdu saman endana öðru megin með venjulegu límbandi til þess að byrja fléttuna.

5. Fléttan er gerð með fimm böndum í stað hefðbundinnar fléttu með þremur böndum. Hér sérðu svo skref fyrir skref hvernig þú fléttar 5-banda fléttu. Ekki láta þér fallast hendur, það er einfaldara en það lítur út fyrir að vera og í raun bara eins og þú sért að gera tvær fléttur í einu og notar alltaf bandið í miðjunni til að tengja þær saman. Þegar þú ert búin að fara einu sinni eða tvisvar í gegnum það lið fyrir lið ættirðu að geta treyst fingrunum betur og fléttað án þess að leggja í það of mikla hugsun.

mynd7

mynd8mynd9mynd10mynd11mynd12mynd13mynd14mynd15mynd16

6. Fléttaðu þangað til fléttan nær í kringum hausinn á þér, fjarlægðu límbandið og lokaðu svo með því að binda endana saman með mörgum litlum hnútum.

7. Þá völdum við að gera einfalda fléttu og láta afgangsböndin hanga niður með hárinu. En þarna má að sjálfsögðu leyfa sköpunargleðinni að ráða og bæta við perlum og skrauti eins og hver vill. Svo notum við sama hárbandið til að gera mini túrban; með því að vefja afgangsböndunum í kringum samskeytin og ganga frá endunum inn í hnútnum.

 

 

mynd17

Þá ertu komin með skemmtilegt og margnota hárband úr gömlum bol og okkur finnst líka einstaklega þægilegt að vera í stuttum bol yfir hlírabol þegar við gerum yoga/Pilates æfingar.

Tögg úr greininni
, ,