Draumajólagjafir ræktandans

TEXTI María Birna

Nú styttist til jóla og margir á lokasprettinum í jólagjafainnkaupum. Mér datt því í hug að taka saman óskalista ræktandans fyrir jólin, enda hægt að vera frumlegur í gjöfum fyrir þá sem elska allt grænt og væntNú styttist til jóla og margir á lokasprettinum í jólagjafainnkaupum. Mér datt því í hug að taka saman óskalista ræktandans fyrir jólin, enda hægt að vera frumlegur í gjöfum fyrir þá sem elska allt grænt og vænt:

1. Verkfæri

Skóflur, kvíslar, handskóflur, klippur, stærri verkfæri t.d. fræsari og róbottasláttuvél.

2. Bækur og tímarit

Það nýjasta sem hefur komið út um ræktun. Ef til vill eftir uppáhaldshöfundinn. Eitthvað á ensku þar sem það er ekki mikið til um gróður og ræktun á ástkæra ylhýra málinu. Það er hægt að leita á netinu af því sem ræktandinn þinn hefur sérstakan áhuga á eins og rósaræktun, kryddjurtir, skógrækt, moltugerð, permakúltúr, gróðurhús og inniræktun ávaxta. Möguleikarnir eru óendanlegir.
Svo auðvitað áskrift af Lifum betur – í boði náttúrunar: https://lifumbetur.is/verslun/gjafaaskrift/ 

3. Fræ og laukar

Ræktendur fá yfirleitt nóg af fræjum. Fræpokkar eru eins og lukkupillur sem hringlaí pokanum. Skammdegið er ef til vill ekki besti tíminn til kaupa fræ þar sem það er ekki mikið af þeim í búðunum. Fræ eiga að vera í kæli á þessum árstíma. En gáið endilega að fræúrvalinu t.d. eru til margar fræbúðir á netinu. Sumir ræktendur hefð gaman af óvæntri gjöf eins og framandi tegundum eða einhverju sjaldgæfu. Svo má líka kaupa fræ af uppáhalds plöntu fólks sem stundar ræktun.

4. Plöntur og tré

Birkitré, lerkitré, jólatré í potti sem er svo hægt að gróðursetja síðar, kryddjurtir, innijurtir, pottablóm eins og sítrónutré, orkídeur, burknar, ólívutré og kaktusar.

5. Land

Af hverju ekki að gefa áhugasömum ræktanda landskika? Ef það hentar. Það getur líka bara verið lítill reitur í matjurtagarði. Einnig skógræktarland. Ekki endilega eignarland, alveg eins svæði sem hægt er að hafa aðgang að tll að rækta um tiltekið árabil. Hægt er að gerast landnemi í Heiðmörk og fá landskika til að rækta upp hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. 

6. Fallegan fatnað

Fólk í garðyrkjuvinnunni þarf þægileg, og praktísk föt. Við viljum samt ekki endilega líta út eins og lúðar. Ef ræktandinn þinn er fagurkeri í fatnaði, þá gildir það líka um þegar hann er að róta í moldinni. Við garðyrkjuvinnu slitnar skófatnaður oft óhemju mikið. Þess vegna getur ræktandinn oft á sig stígvélum bætt. Munið líka smekkbuxur, vinnugallar með mörgum vösum og hnjáhlífar.

7. Fylgihluti til ræktunar

Allt í gróðurhúsið. Garðkönnur, blómapottar, merki á potta, áburð, upphengi fyrir verkfæri, kerruhlass af hestaskít og græjur til búa til endurunna potta.

8. Gróðurhús

Í gróðurhúsamálum er af nógu að taka í öllum verðflokkum en auðvitað eru gróðurhús dýr jólagjöf. Eins og áður hefur komið fram á Í boði náttúrunnar þá er hægt að byggja sitt eigið gróðurhús úr ódýrara efni en gleri. 

Hægt er að kaupa efnið í gróðurhúsið og aðstoðað við að byggja það. Það eru líka til smágróðurhús sem eru fyrir nokkrar plöntur eða til að hafa út á svölum. Gróðurhús eru oft undursamleg og dásemd fyrir garðeigandann.

9. Námskeið

Það eru til svo mörg námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á ræktun eða námskeið í að elda úr eigin garði. Námskeið um skipulag matjurtagarða, ræktun trjá, trjáklippingar, kransagerð og að tína tejurtir. Hér eru nokkrir tenglar.

Matjurtaraektun

 

https://nlfi.is/vidburdir/grasaferdir/

10. Gjafatíma í garðykjuvinnu

Þú getur gefið ávísun á 10 tíma vinnu þar sem þú hjálpar við að reyta illgresi í kartöflugarðinum. Aðstoð við að þrífa gróðurhúsið að vori. Hvað er tímafrekast hjá þínum ræktanda, hvað finnst honum leiðinlegast og hvað langar þig til að gera með honum?

Ég vona að þessar hugmyndir gagnist vel og óska ykkur öllum gleðilegra jóla!

Sjá einnig grein um Ræktun í pottum: 10 góð ráð

Tögg úr greininni
, , , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.