Forræktun og góður jarðvegur
„Við erum með fjölbreytt úrval af lífrænt ræktuðum fræjum fyrir alls konar krydd, salöt, grænmeti og blóm. Það má sá fræjunum beint ofan í moldina en ég mæli með forræktun, sé þess kostur, því sumarið á Íslandi er svo stutt,“ segir María, annar eigandi Innigarða.
„Hjá okkur fæst gæðajarðvegur, sem er í senn loftríkur og léttur og með nákvæmri innihaldslýsingu. Góður jarðvegur er grunnurinn að vel heppnaðri ræktun. Við byrjum alltaf á að finna út hvað á að rækta og gefum fólki góð ráð í takt við það. Sumir ræktendur eru svo spenntir að þeir koma strax í ársbyrjun að kaupa fræ til að undirbúa sig og skipuleggja ræktunina fyrir vorið,“ segir María. En óhætt er að segja að þjónustan hjá Innigörðum sé framúrskarandi góð.