Basilíkuræktun og skyndiræktun

Basilíka er kryddjurt sem hægt er að nota í margskonar matargerð. Hana er auðvelt að rækta þó hún sé hitakær, sem þýðir líf innandyra.

Sáning:

Kaupið fræin í gróðrastöð eða á netinu og athugið að þau lifa oft lengur en 1 ár og sjálfsagt að prufa fræin frá í fyrra. Dreifið fræjunum létt yfir sáðmold sem er vel rök og þrýstið þeim niður með lófunum. Setið smá mold yfir fræin og síðan plastfilmu yfir pottinn og setjið á sólríkan stað. Bíðið í 10 -20 daga. Haldið röku allan tímann og þá koma upp litlar kímplöntur sem eru ótrúlega fallegar og grænar.

Ræktun:

Haldið áfram að vökva. Takið plastfilmuna af ef myndast mygla undir henni því þá er of rakt og kalt. Eftir nokkrar vikur eða meira en 1 mánuð er hægt að umpotta basilíkunni í stærri pott. Því stærri sem potturinn er þeim mun stærri getur basilíkan orðið. Basilíka er eins og aðrar kryddjurtir, hún vex best ef hún er klippt. Ef efstu laufblöðin eru ekki rifin af vex hún úr sér og fer að mynda blóm og verður ekki eins bragðgóð. Hún greinar sig líka ef tekið er af henni og verður miklu þéttari og stærri við það. Hún þarf hita, áburð, næringaríka mold og vökva. Hún getur fengið lús og þá er bara um að gera smula hana með vatni annað hvort í vaskinum eða baðinu.

7

Skyndiræktun á basilíkum:

Það er til önnur ræktunaraðferð eða skyndiræktun ef þolimæðin dugir ekki til að bíða eftir að fræin spíri. Kauptu litla basiklíkuplöntu úti í matvöruverslun (eru seldar til matargerðar) og búðu til margar plöntur úr þeim. Tilbúnum búðarbasilíkum er nefnilega oft sáð mjög þétt og eru því margar plöntur í pottinum og þær geta kæft hver aðra. Plönturnar eru teknar úr pottinum og þær aðskilar við rótina eins og sjá má á myndinni. Margir meðalstórir pottar með góðri vel rakri sáðmold í eru hafðir til taks. Svo er 2-5 plöntur eru settar í hvern pott og á þennan hátt er hægt að fjöldaframleiða basilíkuplöntur. Það tekur plöntuna nokkra daga að róta sig í pottinum og á þeim tíma þarf að halda moldinni rakri. Eftir það fer basilíkan að stækka og vaxa og verður þétt og falleg á mjög skömmum tíma sérstaklega ef er tekið af henni. Best er að klippa eða taka af plöntunni á endunum þannig þéttir hún sig.

seria

Annar möguleiki er að setja fleiri plöntur í mjög stóran pott og hafa einhverskonar basiliku runna sem pottaplöntu.

Það eru til mjög margar tegundir og afbrigði af basilíku,  t.d:

sítrónubasilíka Ocimum basilicum var. citriodorum. med litlum ljósum blöðum, kanilbasilíka Ocimum americanum sem ilmar vel og er með bleik blóm, tælensk basilíka „Horapha“, rauð*/fjólublá basilíka Dark opal“,Ocimum basilicum × forskoleien.

Eitt það skemmtilegasta við basilíku er að hún ilmar. Þess vegna mæli ég með að klappa henni mikið og lyfta ilminum upp af nefinu og fá sér góðan andardrætt af henni. Ólíkar basilíkuplöntur ilma mismunandi en allar vel.

Bendi á að fjölgunaraðferðinni sem er lýst hér að ofan er hægt að nota við fleiri kryddjurtir eins og steinselju, graslauk og koríander. Afskaplega hentugt með steinselju þar sem hún er svo lengi að spíra.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.