Eins manns draumur – Traustholtshólmi

Fyrir 18 árum steig ég fyrst fæti á Traustholtshólma í Þjórsá. Þá líkt og núna var það í fylgd Hákonar Kjalar Hjördísarsonar en eyjan hefur verið í eigu fjölskyldu hans um langt skeið. Á sínum tíma voru viðraðar háleitar hugmyndir að uppbyggingu á þessari fallegu eyðieyju en engin þeirra var neitt í líkingu við þá aðstöðu sem Hákon hefur komið sér upp þar í dag. Nú getur hann búið og starfað í eyjunni á sumrin og siglt um Karabíska hafið á veturna.
IMG_3477 (1)Hákon hefur alla tíð haft sterkar taugar til hólmans sem hefur gengið mann frá manni í fjölskyldu hans. Fyrir rúmu ári eða þegar hann varð fertugur féll hólmurinn í skaut hans og uppbygging fór á fullt skrið. Ég frétti að hann væri að byggja upp ferðaþjónustu með sjálfbæru tvisti og lék forvitni að vita meira og var tekið vel í heimsókn númer tvö.

Hákon beið mín, ásamt hundinum Skugga (sem fylgir honum eins og skugginn), við bakkann neðst í Þjórsá. Þar stigum við um borð í gúmmíbát, sem er eina leiðin til að komast út í hólmann. Hólminn var upphaflega fastur við meginlandið og var þá bæjarstæðið kallað Traustholt en breyttist í Traustholtshólma eftir mikið flóð í Þjórsá í lok 17. aldar. Tengingin við land rofnaði og nýr árfarvegur myndaðist, sem eflaust hefur gerbreytt lífi ábúenda á sínum tíma. „Það hefur verið búið á jörðinni í c.a. 1000 ár og er hún talin vera ein af fyrstu landnámsjörðunum og var þetta stórbýli þar til 1880 eða þegar Magnús Guðmundsson bóndi lagði niður búskap. Það hefur ýmislegt komið í ljós þegar ég hef verið að grafa holur á eyjunni, eins og bein, gamall mór, hleðslur og fornt eldstæði sem fornleifafræðingar telja að sé frá 890,“ útskýrir Hákon, sem vanur er að segja ferðamönnum sögu eyjunnar við komuna. Hann vonast til að hægt verði einhvern tímann að kortleggja fornminjarnar á eyjunni, enda hafa þær varðveist vel þar sem engar vinnuvélar eða stórar framkvæmdir hafi átt sér stað sem oft á tíðum eyðileggja slíkar minjar.

Framkvæmdir hefjast

Ævintýrið byrjaði fyrir um tveimur árum þegar Hákon komst í svokallað „Startup tourism program“ sem er ætlað að hjálpar frumkvöðlum í ferðaþjónustu að þróa hugmyndir sínar og koma þeim í framkvæmd. Upp frá því hóf Hákon framkvæmdir á eyjunni af fullri alvöru en í mörg ár hafði hann dreymt um að geta dvalið þar í meira mæli. Með því að koma upp ferðaþjónustu á hólmanum sá hann fram á þann möguleika að láta drauminn rætast. En hann vildi gera þetta öðruvísi og skapa eitthvað einstakt á þessum frábæra stað.

Hákon er smiður og hefur það komið sér vel í þeim fjölmörgu verkefnum sem hann hefur þurft að glíma við. „Hér fær handaflið að njóta sín og eru flestar framkvæmdir gerðar í höndunum. Það er mikill burður á efni milli staða enda eyjan 23 hektarar og drjúgur spölur frá bryggjunni að húsinu. En það var þó mikil breyting eftir að ég fékk nokkur fjórhjól út í eyjuna fyrir tveimur árum. Svo fæ ég mikla og velþegna hjálp frá sjálboðaliðum sem koma frá öllum heimsins hornum sem finnst mikið ævintýri að vera hér á þessari litlu eyju.“

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA TIL AÐ LESA ALLA GREININA

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.