Er ilmvatnið þitt eitrað?

Guði sé lof hve margir eru nú að vakna til meðvitundar um þau kemísku efni snyrtivörur geta innihaldið. llmvötn, sem við mörg hver úðum á okkur daglega – jafnvel í mikum mæli- hafa verið mun minna í umræðunni. Talið er að bara ilmir (í ilmvötnum og allskyns snyrtivörum sem við notum daglega) geti innihaldið allt að 250 kemísk efni, og að stór hluti þeirra kunni að vera afar skaðlegur. Mörg þessara kemísku efna hafa ekki enn verið rannsökuð.

Staðreyndin er sú að ilmvötn eru eitt það mesta eitur sem fólk getur boðið líkama sínum upp á. En af þeim um 500 kemísku, allskyns efnum, sem margir sérfræðingar (t.d. hjá Biosen) telja að konur noti í formi margskonar snyrtivara daglega (sjampó, svitasprei, sápur, augnháralitur, farði, dagkrem, tannkrem, naglakk. Ekki bara ilmir), eigi ilmvötnin þann vafasama heiður að geta innihaldið allt að helming þeirra.

Kannski viltu ekki vita meira um þetta lita ljóta leyndarmál ilmvatnsheimsins, og ef svo er skaltu ekki lesa lengra.

Því miður er það nefnilega svo að fáar “snyrtivörur” innihalda jafnmörg eiturefni og flestar tegundir “fansí “ ilmvatna sem falin eru á bakvið saklausa ásýnd og gjarnan þekktar Hollywoodstjörnur. Jafnvel notalegustu ilmir geyma efni sem geta valdið hormónatruflunum, ofnæmi, ófrjósemi, vandamálum varðandi kynheilbrigði og jafnvel krabbameini.

Það er dapurleg staðreynd að mörg þeirra ilmvatna sem seld eru í áberandi og aðlaðandi umbúðum í stórverslunum og lyfjaverslunum í dag eru skaðleg. Í raun má flokka mörg þeirra sem hreint og klárt eitur, þ.e. þú gætir verið að fórna heilsu þinni til frambúðar með því að nota þau daglega.

Ilmvatn getur innihaldið nánast allt!

Jafnvel þótt US Food and Drug Administration (FDA) hafi beint sjónum sínum að skaðlegum innihaldi ýmissa snyrtivara hafa þeir ekki gengið nógu langt. Virt umhverfissamtök að nafni Environmental Working Group (EWG), sem eru öflugust bandarískra samtaka í rannsóknum skaðlegum áhrifum ýmissa neytendavara, útskýra málið:

“Þegar þú sérð orðið “fragance” á innihaldslýsingu snyrtivara, lestu það sem falin skaðleg kemísk efni. Meiriháttar gloppa í lögum FDA leyfir framleiðendum snyrtivara, vara eins og sjampóa, húðvara, sápa og ilmvatna næstum allt undir heitinu “fragance,” án þess að þau þurfi að lista upp hin tilbúnu og jafnvel skaðlegu innihaldsefni. Þannig er nefnilega í pottinn búið að snyrtivörufyrirtækjum er ennþá leyfilegt að komast upp með leyniformúlur, sérstaklega í ilmframleiðslu, sem viðheldur skaðlegum snyrtivörum.

Nýlega skoðaði óháð rannsóknarstofa á þeirra vegum, innihald nokkurra heimsþekktra ilmvatnstegunda. Í öllum 17 tegundunum sem rannsökuð voru leyndust að meðaltali 14 óskráð kemísk ilmefni (fyrir utan þau 15 sem listuð voru upp). Og þá er ótalið það sem menn hafa ekki ennþá náð utan um.
Meðal þessarra óskráðu efna sem fundust voru hormónatruflandi efni og efni sem valda ofnæmi. Mörg hver mjög skaðleg, efni sem hlaðast upp í vefjum líkamans og valda skemmdum. Í þeim hópi voru allskyns svokölluð diethyl þalöt sem því miður má nú finna í líkama 97% Bandaríkjamanna. Þetta eru efni sem hafa verið tengd skemmdum á sæði í faraldsfræðilegum rannsóknum og eru líka talin geta valdið nýrna- og lifrarskemmdum. Þá má einnig benda á moskusilmefnið ketóna. Það er tilbúið ilmefni sem hefur fundist í miklum mæli í fituvef folks, brjóstamjólk og jafnvel blóði naflastengja. Þá þarf vart að minnast lengur á parabena, sem vitað er að hafa afar hormónatruflandi áhrif.

Margir sérfræðingar vilja meina að, að minnsta kosti 60% þessarra kemísku efna fari beint inn í blóðrásina. Það kann að vera lítið sem við notum í einu, en margt smátt gerir eitt stórt og með daglegri notkun “eitraðra” ilmvatna 365 daga ársins, lítur dæmið vægast sagt mjög illa út.

Ilmir og ilmvötn án alls eiturs!

Það að forðast eitur í ilmum og ilmvötnum þýðir samt ekki að þú þurfir að forðast ilmi. Það eru sannarlega aðrir góðir kostir stöðunni. Og það er einmitt sú leið sem við í Systrasamlaginu höfum valið. Gott dæmi um það eru lífrænar kjarnaolíur sem við eigum úrval að, en það eru hreinir náttúruilmir unnir úr berki, laufum, fræjum, viði, blómum og ávöxtum.
Þegar þið fjárfestið í kjarnaolíum skuluð þið alltaf gæta þess að þær séu 100% hreinar og vandaðar. Það líka gott að eiga góðar grunnolíur til þess að setja fáeina dropa af kjarnaolíum út í. Kjarnaolíur eru í raun alveg magnaðar, kunni maður að nota þær rétt. Svo mikið er víst að góðar kjarnaolíur eru með öllu skaðlausar og geta gert fólki mikið gagn.

Pacifica – hreinrætkuð náttúruilmvötn!
Þá bjóðum við systur upp á Pacifica ilmvötn, sem einnig eru fullkomlega vegan. Umfram kjarnaolíurnar eru hér um að ræða gegnheil ilmvötn, unnin úr náttúrulegum ilmkjarnaolíum og ilmolíum sem endast lengi, ilma unaðslega og fara frábærlega í veski. Hvað eftir annað hafa Pacifica ilmirnir verið kjörnir í hópi bestu, sniðugstu og hentugustu ilmvatna sem framleidd eru, enda fullkomlega hrein afurð (vegan) og mikill metnaður og gott nef liggur að baki þeim. Gaman er að geta þess að margar heimsþekktar heilsu- og umhverfismeðvitaðar stórstjörnur hafa minnst á Pacifica í viðtölum, án þess að fá greitt fyrir það.

10 tegundir Pacifica ilmvatna fást hjá okkur systrum í formi roll-on (engin úði) sem er ekki mikið stærri en maskarinn (og fer vel í snyrtibuddunni) og nú líka nokkrar tegundir í vaxi. Báðar tegundirnar fara ákaflega vel í veski og endast mjög vel.

Pacifica roll on ilmirnir eru:

Island Vanilla, er hreintæktuð Bourbon vanilla með hunangs/jasmínu undirtóni og eilitlum ávaxtakeim.

California star Jasmine er blanda af stjörnu jasmínu, appelsínu og rekavið.

Persian Rose, hreinrækuð drottning allra rósa.

Tahitian Gardenia, stundum kölluð geislamarða hér á landi. Geymir einnig ögn af jasmínu og appelsínu.

Waikiki Pikake ,sem er hárfín blanda af sandalvið og jasmínu frá Hawaii.

Mediterranean Fig, sem er fíkja, sandalviður og eikarmosi.

Indian Coconut Nectar geymir sjarmerandi ilm kókoshnetu, fínlega vanillu og Vetiver.

Hawaiian Ruby Guava með guava, sítrus og kókóshnetu líka.

French Lilac sem geymir lilju, garðabrúðu og nektarínu.

Tuscan Blood Orange er blanda af ferskri appelsínu, ítölskum mandarínum, með ögn af hindberjum.

Öll þessi ilmvötn eru búin til án þalata, parabena, jarðolía, erfðabreyttra efna, propylene, glykóls og tilbúinna litarefna. Ekkert innihaldsefnanna er prófað á dýrum. 100% vegan og án glútens. Innihalda eingöngu hreina ilmi og 100% og náttúrulegt etýlalkóhól.

 

Ilmirnir í vaxi eru:

Waikiki Pikake , Tahitian Gardenia, California star Jasmine , Island Vanilla, Mediterranean Fig (sjá lýsingu á þeim ofar).
Vaxilmirnir eru líka fullkomlega vegan. Innihalda kókosvax, sojavax og vax unnið úr apríkósum. Þríglýseríð unnið úr kókoshnetum og valhnetuolíu. Innihalda engin paraben, ekki prófað á dýrum, engar dýraafurðir né litarefni. 100% vegan og án glútens.

 

Heimildir:

http://www.mercola.com/
http://www.ewg.org/
http://Biosengroup.com

 

Tögg úr greininni
, ,