Ertu að brenna upp lífsvökvanum?

Jógakennarinn og aktívistinn Shiva Rea upplýsti í viðtali fyrir skömmu að hún hefði nærri verið búin að brenna upp lífsvökva sínum. Það var vegna þess að hún gerði alltaf sömu jógaæfinganar án tillits til árstíða eða breytinga í lífi sínu. Þá kynntist hún Ayurveda sem umbylti lífi hennar. Shiva Rea er einn virtasti og þekktasti jógaleiðtoginn í Bandaríkjunum í dag. Og jafnvel utan þeirra líka.

Látum Sivu Rhea hafa orðið:

“Ég var upphaflega kynnt fyrir Ayurveda á tíunda áratugnum á jóganámskeiði hjá Robert Svoboda. Ég hafði þanið líkama minn til hins ítrasta í þriðju seríu Ashtanga, þegar ég loks lærði af Robert Svoboda í gegnum Rasayana  að líkaminn minn væri við það að þorna upp. Það umturnaði lífi mínu.”

shiva-rea

Þótt Shiva Rea hafi stundað jóga frá 14 ára aldri segist ekki hafa haft hugmynd um hvaða dosha eða líkamsgerð hún væri. “Þannig var ég ekki meðvituð um hvernig ögrandi áhrif krefjandi æfinga; æfinga sem ég elskaði, sköpuðu ójafnvægi í líkama mínum og lífi öllu. Jafnvel þótt ég stundaði Ashtanga með hugleiðsluívafi fólst vandinn í því að ég væri alltaf að gera sömu æfingarnar allt árið um kring, án tillits til árstíða eða breytinganna sem voru að verða í lífi mínu.”

Shiva segir að samkvæmt hennar bestu vitund gekk jóga út á það fara dýpra inn í stöðurnar til þess að hreinsa líkamann og öðlast dýpri skilning. “Hitt vissi ég ekki að um leið var ég að brenna upp mínu ojas sem stjórnar lífsvökva mínum, ljóma, langlífi og hamingju.

Þar sem ég leit í kringum mig veitti ég öðrum iðkendum athygli sem gerðu jógaæfingarnar framúrskarandi vel en litu samt ekki út fyrir að vera heilbrigðar. Jafnvel kennarinn minn þá leit út fyrir að vera eldri en hann er og sumar konurnar voru ekki bara búnar losna við alla fitu heldur hafði tíðarhringur þeirra raskast. Það sagði mér líka margt að ég var mjög liðug í jógaæfingunum en afar stíf þess á milli. Þarna rann upp fyrir mér að jógað, sem er mér svo kært og svo mikilvægt í mínu lífi, var einnig takmarkandi og myndi valda mér óafturkræfu ójafnvægi í framtíðinni ef fram héldi sem horfði. Þarna var ég að komast dýpra inn í iðkun mína en engu að síður var lífsvökvinn minn að þorna upp, ljóminn að hverfa og svitinn orðinn þurr.”

Shiva Rea sem í dag er 47 ára, er áköf kona sem fer alla leið í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. En þrátt fyrir að vera orðinn “djúpur” jógaiðkandi var það ekki fyrr en hún kynntist Ayurveda að hún vissi að hún væri í pitta-vata ójafnvægi . Eftir að hafa komist að því hefur hún þetta að segja:

 “Ayurveda færir okkur innsæi til að lifa og æfa jóga í meira jafnvægi; Ayurveda býður upp á að við jógarnir viðhöldum lífsvökvanum.”

Í gegnum Ayurveda lærði hún loks að virkja lífskraft sinn og nota náttúröflin til að ná jafnvægi og líka til þess að sjá hvar ójafnvægi hennar lægi. “Í framhaldinu hóf ég að kanna mínar eigin æfingar og kennsluna sem ég bauð á. Hvernig ég myndi færa mig nær lífsorkunni (prönunni) til að tengja við innsæið. Þetta gjörbreytti kennslu minni og varð uppspretta þróunar þess sem ég býð upp á í dag, sem er röð Prana Vinyasa æfinga sem innihalda hinn fíngerða slátt lífsorkunnar innra með okkur í takti við breytilega daga, vikur, árstíðir og tunglstöðunnar.  Þarna færði ég mig frá því að gera röð æfinga, sem voru mér kærar, inn á braut 40 namaskar  og mána-sólar æfingar sem gefa hverri manneskju tæki til að nota eftir ársíðum til að ná jafnvægi. Nú vinn ég með Ayurveda kennurum, ég kynni lifandi Ayurveda í kennaranámi mínu og leiðir til að jógakennarar geti nýtt Ayurveda við kennslu súna.

,,Á margan hátt er Ayurveda stórkostleg breyting á því hvernig ég upplifi jóga” segir hún en vildi þó gjarnan hafa lært Ayurveda samhliða jóganámi sínu til að koma í veg fyrir ojas brunann. “En ég er þakklát fyrir þá visku og þekkingu sem ég náði að öðlast í tæka tíð og nú finnst mér ég tengd öllum hliðum lífsins.”
Í dag segir Shiva Rea hafa að mestu náð í lífsvökva sinn á ný og sé jafnvel farin að svitna aftur.

Fyrir utan að stunda jóga í takt við eigin lífsorku og náttúruna segist Shiva Rea leggja mikla áherslu á eftirfarandi:
Þurrbursta líkamann daglega og bera á sig olíu, ásamt því að nota tungusköfu og netipot reglulega.

Borða í takt við árstíðar og mikið af grænmeti og jurtum, og huga að dosunum sínum sem stundum þurfi að fínstilla.

Passa upp á að halda í heilbrigða líkamsfitu. Að verða ekki of grönn.

Ayurveda er jóga lífsins – megi allar verur verða hamingjusamar og djúsí,” segir hún að lokum.

Við systur höfum þegar skrifað um ómótstæðilegar lífsvenjur í takt við náttúruna. Það má lesa HÉR
Lesa má meira um Shivu Reu HÉR

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.