FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR 2015

Hugleiðsluhátíðin Friðsæld í febrúar er nú haldin í annað sinn af útgáfunni Í boði náttúrunnar. Hátíðin samanstendur af fjölbreyttum og fríum hugleiðslu uppákomum um allt land vikuna 8 til 14. febrúar 2015!

SKOÐA DAGSKRÁ VIKUNNAR HÉR! 70 ÓKEYPIS VIÐBURÐIR!

Markmið hátíðarinnar er að vekja áhuga á hugleiðslu og mikilvægi þess að hugleiða fyrir andlega og líkamlegu heilsu!

Friðsæld í febrúar er ætlað að vekja athygli á því að hugleiðsla er fyrir ALLA, ekki aðeins útvalinn hóp. Það eru sífellt fleiri sem áhuga hafa á að kynnast hugleiðslu af eigin raun og er viðburðinum ætlað að kynna það sem í boði er. Vikan er þó ekki einungis fyrir nýja hugleiðsluiðkendur heldur getur slíkur viðburður einnig nýst sem innblástur fyrir þá sem hafa áður iðkað hugleiðslu, að gefa aðeins í og prufa nýjar hugleiðslu aðferðir. Í friðsældinni er lagt áhersla á ávinninginn sem í kyrrðinni fellst og einnig í mættinum sem fylgir því að hugleiða í hóp.

Með tíð og tíma viljum við að litið sé á iðkun hugleiðslu sem sjálfsagðan hlut enda ávinningur hennar margþættur. Hér er frábær grein um gagnsemi hugleiðslu

DAGSKRÁ

Opnunar viðburður verður haldin í Ráðhúsinu sunnudaginn 8. febrúar kl. 11.00 með hóphugleiðsluÍ boði náttúrunnar.

Kynnið ykkur fjölbreytta dagskrána hér á vefnum þar sem verður að finna upplýsingar um aðila sem bjóða upp á hugleiðslu og hugleiðslukennslu í vikunni fyrir alla sem hafa áhuga, ÓKEYPIS.

Fylgist einnig með okkur á fésbókarsíðu viðburðarins  þar sem við munum minnum á viðburðina og verðum með stuttar hugleiðslur í hádeginu.

fridsaeld i feb3

Viðburðir vikunnar verða í Reykjavík, Garðabæ, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Vestmannaeyjum, Seyðisfirði, Akureyri, Ólafsfirði.

Í undirbúningshóp  eru: Ásta Arnardóttir, jógakennari, Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur, Systrasamlaginu, Sóley Elíasdóttir, frumkvöðull, Tolli, myndlistarmaður, Guðbjörg Gissurardóttir, ritstýra ÍBN og Dagný Gísladóttir, verkefnastýra Friðsældar í febrúar.

FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR SENDU PÓST Á: dagny@ibn.is