Furoshiki – Pakkað inn á umhverfisvænni hátt

Nú styttist í jólin og undirbúningur í fullum gangi á flestum heimilum. Við elskum að nota umhverfisvænni lausnir í kringum þennan árstíma sem gera grænni og vænni jól. Furoshiki er umhverfisvæn leið til pakkninga í textíl og frábær staðgengill gjafapappírs.

Á hverju ári er 101 milljón fermetrum eða 5.878 fótboltavöllum af gjafapappír hent í ruslið eftir notkun, og er hefðbundinn gjafapappír óendurvinnanlegur og endar í urðun.

a+nordic+christmas+bag

Furoshiki er aldagömul japönsk hefð sem felur í sér að vefja inn gjöfum með textíl. Það er eitthvað svo miklu eigulegra að fá gjöf pakkaða inní efni sem maður hendir ekki um leið og getur notað á fleiri vegu. Svo getur maður annaðhvort gefið efnið til baka til þess sem gaf það eða átt það sjálfur (búið til poka úr því til dæmis eða nýta sem barnateppi eða dúk) og notað áfram. Þetta er lausn sem endist, er margnota og sérlega falleg!

Fleiri Furoshiki hugmyndir er að finna hér

 snowdropshop
Tögg úr greininni
, , , , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.