Glútamín; fyrir meltingu, heila og húð

-græðir ristilinn, eykur gáfurnar og dregur úr hrukkum

Umræðan um mikilvægi glútamíns hefur ekki farið hátt á Íslandi. Þó vitum við að reynslumiklir næringarþerapistar mæla gjarnan með L-glútamíni (sem er inntökuformið á glútamíni) sem fyrstu hjálp þegar meltingin er stöðugt að angra fólk. Þeir sem kafa dýpra vita að ef meltingin er í umtalsverðu ójafnvægi duga meltingargerlar, vítamín og bætiefni ekki alltaf til. Fyrst þarf að græða upp ristilinn og meltingarkerfið í heild sinni. Það á L-glútamín svo sannarlega stóran þátt í að gera. Það áhugaverða við þessa mikilvægu amínósýru er að um leið og hún græðir ristilinn, róar hún hugann og slær á sykurþörf. Það kemur heim og saman við hugmyndir marga um að vitið og hugrekkið (gut) búi í meltingarveginum.

L-glútamín (eða glútamín) er semsé stórmerk amínósýra. Ekki bara fyrir meltingarfærin heldur líka fyrir ónæmiskerfið og eðlilega starfsemi vöðvafrumnanna. Glútamín er m.a. næringarefni fyrir frumulíningu innyfla. Án þessa efnis myndu vöðvarumur líkamans tærast upp. Miklar líkamsæfingar, bólgur, bjúgur, uppskurður og fleiri þættir geta gengið á glútamínforða líkamans. Glútamín eykur einnig myndun andoxunarefnis allra andoxunarefna, eða glútaþíons sem er m.a. öflugast þeirra andoxunarefna sem draga úr hrukkum.

Efnið sem límir okkur saman

Amínósýrur eru byggingarefni líkamans, í raun það sem gefur okkur form og “límir” okkur saman. Talað er um að 22 tegundir amínósýra séu í náttúrunni. Samkvæmt gamalli hefð hefur þeim verið skipt í tvo flokka; þær sem eru lífsnauðsynlegar og þær sem eru það ekki.
Þær sem eru ekki lífsnauðsynlegar verða til í lifrinni úr próteinum í fæðunni og ekki er talin þörf á að neyta sérstaklega. Þær lífsnauðsynlegu myndast hins vegar ekki lifrinni og því er nauðsynlegt að að fá þær úr fæðunni.

Til þessa hefur glútamín ekki verið skilgreind sem lífsnauðsynleg amínósýra. Nýlegar rannsóknir gefa þó vísbendingar um að hún sé mikilvægari fyrir lífsgæði okkar en áður var talið. Líklega lífsnauðsynlegasta ekki lífsnauðsynlega amínósýran. Sérstaklega fyrir þá sem eru undir miklu líkamlegu og andlegu álagi, eða nútímafólk, og líka fyrir þá sem stunda líkamsrækt af kappi.
Hér eru nokkur dæmi um hvað glútamín gerir fyrir okkur:

Orka fyrir heilann: Glútamín krossar auðveldlega yfir blóð/heila tálma og umbreytist í glútamic sýru í heilanum. Sem lykil taugaboðefni heilans eykur glútamín vitsmunalega getu okkar, skerpu. Um leið slær það á þörf okkar fyrir orkugjafa eins og sykur, eða einföld kolvetni.

Heilsa þarmanna: Glútamín er afar sterk og mikilvæg uppspretta orku fyrir frumurnar í meltingarvegium. Þarmanir og slímhúð þeirra bregðast einkar vel við glútamíni sem endurnýjar og viðheldur slímhúðinni innra með okkur. Með því að þétta ristilinn með hjálp glútamíns er minni hætta á að stórar sameindir fari út í blóðið og valdi okkir allskyns óþægindum og ofnæmum.

Streita og áföll: Þegar við erum undir miklu álagi raskast jafnan efnaskipti líkamans. Við það verður svokölluð frálífun sem þýðir að vefir líkamans byrja að brotna niður. Þannig kallar aukin streita, íþróttaálag og meiðsl á meira glútamín (ekki sykur). Glútamín viðheldur vöðvum undir álagi og kemur í veg fyrir niðurbrot þeirra.

Hreinsun lifrar: Glútamín er eins og ferja fyrir köfnunarefni og dregur úr óhreinindum og ammoníaki í lifur. Lifrin þarf líka á glútamín til að geta framleitt hið merka glútaþíon.

Ónæmiskerfið: Einnig hefur verið sýnt fram á að glútamín örvar lymphocytes, ohagocytes og mótefnið IgA sem heldur óvelkomnum bakteríum í skefjum. Bent hefur verið á mikilvægi glútamíns, en þó einkanlega glútaþíons sem virðist eiga stóran þátt í að koma í veg fyrir eina skæðustu ógn samímans sem eru sjálfsofnæmisjúkdómar og skaðleg ónæmisboðefni (sjá nánar um glútaþíon neðar).

Íþróttir – þannig getur glútamín haft mikilvæg og góð áhrif fyrir þá sem stunda íþróttir og eru undir miklu andlegu og líkamlegu álagi til að vernda ónæmiskerfið.

Verkir – rannsóknir hafa líka sýnt að glútamín er næstum jafnöflugt og phenybutazone (sem er svipað aspiríni) til að draga úr verkjum, bólgum og bjúg.

Í stuttu máli:
Glútamín hindrar niðurbrot vöðva vegna álags og íþróttaiðkunnar, hjálpar líkamanum að verjast streitu, dregur úr þyngslum, ýtir við hreinsun lifrar, græðir lekan ristil, sár í munni, maga og bólgur í meltingarvegi og ristli. Talið lina áhrif Croh’ns og iðrarbólgu eða IBS. Flýtir fyrir að við gróum sára okkar eftir skurðaðgerðir. Og það sem meira er; skerpir vitsmunalega getu okkar og minnkar sykurþörf, sem er mjög áhugavert samhengi. Gott er að taka glútamín með flavónóíðum, eins og greipaldinkjarnaþykkni, quercetini og blaðgrænu til þess að græða ristilinn.

Glútaþíón dregur mest úr hrukkum allra efna
Glútaþíon (glutathione) er að segja má drottning allra andoxunarefna, stundum kallað æðsta andoxunarefnið. Glútaþíón er svokallað þrípeptíð sem er að finna í hverri einustu frumu líkamans og það efni sem dregur mest úr hrukkum og fínum línum í húðinni. Það örvar kollagen sem byggir upp húðina og verndar líka lifrina. Það sem greinir glútaþíon frá öðrum andoxunarefnum er að það er svokallað innanfrumuefni og hefur þá sérstöðu að hámarka nýtingu annarra andoxunarefna eins og C og E-vítamína, Q-10 og margt bendir til að þau auki einnig upptöku D-vítamíns í líkama okkar.

Umfram alllt er glútamín besta uppspretta glútaþíón en það er líka að finna í vel unnu mysupróteini, hráu spínati, kartölfum, aspas, avókadói, blómkáli, valhnetum, tómötum, túrmeriki og mjólkurþistli. En fæst líka sem bætiefni, t.d. frá Viridian.

Ps: Skortur á amínósýrum er algengari hjá konum en körlum því þær borða almennt minna prótein en karlar.

Heimildir m.a:
Optimum Nutrition for the Mind. Höf: Patrick Holford. Útg: Basic Health Publication, INC. 2004

Um glútamín og glútaþíon: http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2010/04/10/can-you-use-food-to-increase-glutathione-instead-of-supplements.aspx

Tögg úr greininni
, , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.