Gómsætur vanillu- og myntudrykkur

Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og eigandi Lifðu til Fulls, stendur nú í sjötta sinn fyrir 14 daga sykurlausri áskorun. Þátttaka í áskoruninni er ókeypis og nú þegar eru yfir 25.000 manns búnir að skrá sig til leiks! Þátttakendur fá sendar ókeypis uppskriftir og innkaupalista, ásamt aðgangi að Facebook hópsíðu sem er orðin að sykurlausu samfélagi þar sem er mikið um skemmtilegar umræður og ráð! Seinni vikan er nú hafin en enn er hægt að skrá sig og vera með -> www.lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/

Sykurleysið er bæði bragðgott og einfalt!

Hér er ein af uppskriftunum úr áskoruninni, orkumikill drykkur sem gott er að byrja daginn á.

Vanillu- og myntudraumur

~ uppskrift fyrir 2

Vanillumjólk

2 bollar (1 dós) kókosmjólk

nokkrir vanilludropar eða stevia með vanillubragði

Myntuþeytingur

1 bolli möndlu- eða kókosmjólk

2 handfylli spínat

1 banani

4 msk chiafræ, útbleytt

8 myntulauf

1 msk Hampfræ

1. Leggið chiafræ í bleyti. Hrærið þá saman 2 msk chia samanvið 6 msk af vatni og leyfið að liggja í 15 mín eða yfir nótt.

2. Hrærið allt saman í vanillumjólkina í blandara. Hellið í tvö glös eða glerflöskur til að geyma.

3. Setjið næst hráefni fyrir græna drykkinn í blandarann og hrærið. Hellið yfir glösin og hrærið með skeið fyrir fallega áferð.

Njótið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.