Grænu skrefin fyrir heimilið
Covid-19 faraldurinn hefur sýnt okkur að við búum yfir öflugum samtakamætti og við getum tileinkað okkur nýjar venjur þegar þörf er á.
Grænu skrefin fyrir heimilið eru byggð á fyrirmynd Grænna skrefa fyrir stofnanir og fyrirtæki og snúast þau um að gera heimili okkar vistvænni og þar af leiðandi betri fyrir heilsu okkar og umhverfið.
Skrefin byggja á nokkrum vel völdum aðgerðum, sem settar hafa verið upp í gátlista sem skiptist í sex flokka, og eru innleidd í fjórum skrefum. Við fókuserum á rafmagn, hita, flokkun, að minnka sóun, eldhúsið og matvæli, innkaup, textíl og fatnað og samgöngur. Þetta eru einfaldar leiðbeiningar og hvatning fyrir ykkur sem eruð að hefja vinnuna með skrefin á heimilinu. Hugsið skrefin eins og líkamsræktarþjálfun. Við byrjum hægt og rólega, styrkjum síðan grunninn jafnt og þétt og byggjum síðan upp dag frá degi.