Gulróta- og engiferdjús

Gulróta- og engiferdjúsinn gerir kraftaverk þegar ég finn fyrir flensu og slappleika. Samsetningin af gulrótum, sítrónu og mintu er líka svo bragðgóð!

Gulróta og engifer djús
Gulróta og engifer djús

GULRÓTA- OG ENGIFERDJÚS

5 meðalstórar gulrætur
1 gúrka
1 sítróna
smávegis af engifer
handfylli af myntulaufum

Ef þú vilt safann örlítið sætari þá getur þú bætt við einu eða tveimur eplum í djúsvélina en mér finnst hann fullkominn eins og hann er.

Hæg djúsvél (slow juicer) virkar aðeins öðruvísi en venjuleg djúsvél. Eins og nafnið gefur til kynna þá vinnur hún hægt svo að það þarf smá þolinmæði í verkið. Ólíkt hefðbundnum djúsvélum þá þarf þessi tegund ekki þína krafta, því er óþarfi að þrýsta grænmetinu niður. Um leið og blaðið snertir matinn þá þarf vélinn ekki frekari aðstoð. Gott ráð er að setja aðeins eitt stykki í einu svo að djúsvélin vinni sem best úr matnum.

Eitt af því fáa sem ég flutti með mér út frá Íslandi var djúsvélin mín frá Kuvings (slow juicer). Þetta er uppáhalds eldhústækið mitt þar sem hver einasti dropi úr ávextinum/grænmetinu endar í glasinu og hratið kemur út nánast þurrt. Það er einnig mjög auðvelt að þrífa hann sem munar öllu!