Heilsusamlegri jólabakstur

Aðventan býður uppá margar freistingar. Ilmurinn frá nýbökuðum smákökum á köldum vetrardegi er erfitt að standast, það er því upplagt að gera þær sætar og góðar fyrir þig líka.

Í dag fást svo ótal margar tegundir af hollum og góðum sætuefnum sem sniðugt er að skipta út fyrir hefðbundna hvíta sykurinn og betrumbæta uppskriftina að heilsunni. Það er bara svo huggulegt að eiga eitthvað sem þú getur nartað í og hvað þá með góðri samvisku.

En hvernig á að skipta út sykri í jólabakstrinum?

Það er einfalt að skipta út hefðbundnum hvítum sykri fyrir náttúrulegri sætu í jólabaksturinn án þess að skerða bragð eða að nokkur setji útá það. Hér eru nokkur náttúruleg sætuefni (þá á ég við sætuefni sem fást frá náttúrunnar hendi en eru ekki unnin sem sykuralkahól) sem má nota í jólabakstrinu í stað sykurs. Sjálfsagt er listinn ekki tæmandi, en miðað er við einn bolla af hefðbundnum hvítum sykri.

Sætuefni Magn= 1 bolli sykur
Steviu dropar 1 tsk (getur verið breytilegt eftir vörutegund)
Steviu duft 1 tsk (getur verið breytilegt eftir vörutegund)
Hunang   (dökkt hrátt hunang er næringarríkara) 1/2 til 1/3 bolli
byggmaltsíróp  (barley malt syrup) 1 bolli
Kókoshnetusykur 1 bolli

Sjálfsagt má minnka magn sætu ef þú ert ekki vanur/vön að neyta sykurs daglega. Hægt er að nálgast sætuefnin í heilsuvöruverslunum og víðar og alltaf mikilvægt að kaupa lífrænt og/eða gæðavöru þar sem hún inniheldur fleiri næringarefni, bragðast gjarnan betur og er hollari fyrir þig.

kv.

Júlía

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.