Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum árum að versla einungis lífrænar, eiturefnalausar (parabenlausar) snyrtivörur sem ekki eru prufaðar á dýrum og hef staðið við það. Það er mikill misskilningur að náttúrulegar og lífrænar vörur séu dýrari en aðrar, eftir að ég tók þessa ákvörðun eyði ég mun minna í snyrtivörur og lít alveg jafn vel út ef ekki betur, allavega sagði húðlæknir mér að þéttleiki og heilbrigði húðar minnar væri eins og á tíu árum yngri konu enda hafði ég þá notað lífrænar húðvörur í … tíu ár.
Úrvalið af náttúrulegum snyrtivörum er sífellt að aukast en ég man þá tíma þegar Weleda og Dr. Hauscka voru einu merkin í boði. Ég setti saman lista yfir uppáhalds vörurnar mínar til að gefa þeim sem hafa áhuga á að breyta til hugmynd um hvað er í boði: