Laufabrauð – Gömul hefð í nýjum búningi

Við Elliðavatn er vetrarlegt um að litast enda jólin á næsta leiti. Hér búa Matthildur Leifsdóttir og Ingólfur Stefánsson, ásamt hestum, hænum, hundi og ketti. Húsið þeirra er sérlega notalegt og minnir helst á piparkökuhús úr þekktu ævintýri. Luktir og ljós prýða húsið sem er umvafið háum trjám og ekkert hús sjáanlegt í næsta nágrenni.

IMG_3051-2

Þegar okkur ber að garði er hin árlega laufabrauðsgerð stórfjölskyldunnar í fullum gangi. Fjórar fjölskyldur eru samankomnar. Það eru húsráðendur og svo bræðurnir Steingrímur og Þorgrímur og Úlfhildur Áslaug systir þeirra ásamt sínum fjölskyldum og allir eru í jólaskapi, enda annað ekki hægt þegar kertaljós, ljúfir tónar og góður félagsskapur eru annars vegar.

„Við systkinin erum alin upp við þessa hefð. Mamma okkar, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, og Soffía systir hennar hittust alltaf fyrir jólin og steiktu laufabrauð. Við börnin fengum að vera með og skera út. Við eigum yndislegar æskuminningar frá þessum stundum og núna fá börnin okkar að upplifa það sama. Þau vilja endilega fá að taka þátt og vera með þótt þau detti aðeins út á unglingsárunum,“ segja þær systur brosandi.

Amma þeirra kom með þennan sið inn í fjölskylduna. „Amma hét Áslaug Guðmundsdóttir og var prestsfrú á Staðastað í Staðarsveit þar sem afi, Þorgrímur V. Sigurðsson, var prestur. Hún kynntist laufabrauðsgerð og tileinkaði sér þann sið þegar þau afi bjuggu á Grenjaðarstað í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þessi siður kemur því upphaflega þaðan og þau fluttu hann síðan með sér á Snæfellsnesið, en við bjuggum í Ólafsvík,“ segir Matthildur og hnoðar deig af miklum myndarskap.

IMG_2929

„Upphaflega notuðum við uppskriftina frá ömmu en smám saman höfum við breytt henni þannig að hún er orðin talsvert hollari. Í raun er þetta allt önnur uppskrift en sú upphaflega,“ segir Úlfhildur um leið og hún sker út fallegt mynstur í eina kökuna.

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA TIL AÐ LESA ALLA GREININA

LESTU ALLA GREININA

Laufabrauð

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

 

Taktu þátt í umræðunni