Lifum betur – Alda Karen Hjaltalín

Lifum betur er fastur liður hér á síðunni okkar þar sem við spyrjum samferðafólk spjörunum úr og fáum innsýn í þeirra lífsvenjur. Með slíku samtali vonumst við til að fá hugmyndir og innblástur og ekki síður fyrirmyndir á okkar oft á tíðum hlykkjóttu vegferð – til þess að lifa betur.

Alda Karen er öflug og metnaðarfull ung kona sem er óhrædd við að elta draumana. Hún hefur undanfarið veitt fjölmörgum þann innblástur að með jákvæðu og uppbyggjandi hugafari er allt hægt en hún kemur reglulega fram og miðlar visku sinni, hjálpar fólki að ná markmiðum sínum og að vera besta útgáfan af sjálfu sér. Alda er búsett í New York þar sem hún starfar sem sölu- og markaðsstjóri Ghostlamp og vinnur ásamt því hörðum höndum að nýrri og spennandi fyrirlestrarseríu sem ber heitið UNLOCKING THE MIND.

Lýstu sjálfri þér í þremur orðum?
Einlæg, jákvæð, drifinn.

Morgunrútínan þín?
06:00
Vakna – vekjaraklukka – vatnsglas – tannbursta

  1. Excercise – út að labba/skokka – æfingar & teygjur (stundum einkaþjálfun, yoga tími eða box tími)
  2. Silence – Hugleiði
  3. Visualization – framtíðar markmið – styttri tíma markmið – mánuðurinn minnn – vikan mín – dagurinn minn í dag – allt sem ég þarf að gera til að ná öllum markmiðum mínum. Sé fyrir mér sex jákvæðar hugsanir um allt það sem ég vil laða að í lífinu.
  4. AffirmationsWhat do I want? – Why do I want it? – What am I committed to doing in order to get there? What do I like about myself?
  5. Reading – les eða hlusta á audible (geymi þetta oft þar til ég er á leiðinni í vinnuna)
  6. Scribing – skrifa í dagbók

Góður morgunmatur – sturta og taka mig til fyrir vinnu
08:00

Uppáhalds morgunverður?
Fin Crisp með hummus og tómötum og peppermint lakkrís te frá Tea Pig!

Hvernig viltu kaffið þitt?
Drekk ekki kaffi haha en fæ mér einstaka sinnum espresso skot með Oatly haframjólk ef ég þarf spark í rassinn á miðjum vinnudegi.

Matarspeki?
Vegan og borða alla liti regnbogans sem oftast!

Hreyfingin þín?
Þessa dagana er það box. Vinkona mín dró mig í boxtíma hér í New York og ég gjörsamlega varð ástfangin. Það er bara eitthvað við það að boxa boxpúða. Hefur mikil áhrif á bæði andlegu og líkamlegu hliðina. Mæli með! Annars geri ég body dynamics teygjur á morgnana sem eru teygjur sem reyna á allan líkamann og svo yoga inn á milli. Er ekki góð í yoga þar sem ég er mjög stirð en þetta er allt að koma!

Ómissandi í eldhúsið?
Vatnsfilterinn minn. Þetta kranavatn í New York er algjör horbjóður án þess að hafa filter.

Þrennt matarkyns sem þú átt alltaf til?
Hummus, vegan kjúklinganagga og súkkulaði.

Hvaða verkefni eru á döfinni hjá þér?
Núna er ég að byrja með nýja fyrirlestraseríu sem kallast UNLOCKING THE MIND. Sem er byggð á nýrri kenningu sem ég hef verið að móta í sumar varðandi lífslykla og hvernig þeir geta opnað hurðir heilabylgja með því að gera fólk meðvitaðra um hvernig hugurinn þeirra virkar. Ég er fáránlega spennt að koma með þessar kennningar hingað heim til Íslands. Þetta verður töluvert ólíkt Life Masterclass og í staðinn fyrir að hafa einn stóran fyrirlestur ætla ég að skipta þeim upp í marga litla fyrirlestra því fyrirlesturinn er settur upp meira sem umræða á milli allra í salnum frekar en ég bara að tala. Ég ætla mér að aflæsa hvern einasta hug inni í salnum.

Þrjár manneskjur sem veita þér innblástur?
Ó vá. Mjög erfið spurning, það eru svo margir. Akkúrat núna er ég að lesa mikið eftir Richard Branson og hvernig hann byggði upp Virgin heimsveldið sitt. Marissa Peer sálfræðingur veitir mér einnig mikinn innblástur á hverjum einasta degi með orðunum “I am enough”. Svo síðast en ekki síst, mamma mín. Mamma gefur mér svo mikinn innblástur með því að standa alltaf fast við bakið á mér og leyfa mér að framkvæma klikkaðar hugmyndir án þess að efast mig í eitt sekúndu brot.

Sannleikurinn á bakvið velgengni?
Deila því sem þú lærir, jafnóðum og þú lærir það.

Hvað gerir slæman dag betri?
Góður matur, góðir vinir og góður þáttur á Netflix. Ekki vera að flækja hlutina, reyni bara að njóta þessa slæma dags eins mikið og ég get. Slæmur dagur er ekki andstæðan að góðum degi, þeir eru sami hluturinn. Fer bara eftir því hvernig þú horfir á þá. Það sem annað fólk skilgreinir sem slæman dag, skilgreini ég sem lærdómsríkan dag og afsökun til að slaka aðeins á í lok dags.

Hvernig hugar þú að andlegri heilsu?
Ég á mjög mörg samtöl við sjálfa mig. Ég á fleiri samtöl við sjálfa mig í huganum en ég á við annað fólk. Ég tala við egóið mitt þegar ég hugsa of stórt um mig og er ekki að sjá raunveruleikann eins og hann er. Ég tala við eðluheilann minn þegar ég er stressuð eða kvíðinn. Ég tala við tilfinningaheilastöðina mína þegar ég veit ekki hvað ég vil í lífinu. Ég tala við rökhugsunina mína þegar ég er að reyna skilja hlutina. Ég tala við sjálfið mitt þegar ég er að reyna komast að sannleikanum.

Svo reyni ég alltaf að skrifa niður það sem ég fæ útúr þessum samtölum, hvort sem það á sér stað á meðan samtalið er í gangi eða eftir það. Að skrifa niður hleypir út þessari orku frá samtalinu og ég næ að kjarna mína andlegu heilsu.

Einnig hef ég verið að hugleiða á morgnanna, stundum næ ég 5 sekúndum og stundum næ ég 5 mínútum. Finn að það hjálpar mismikið eftir dögum.

Einnig leita ég mikið til annars fólks þessa dagana til að tala um tilfinningar, hugsanir og fleira. Ef það er fáir í kringum mig á þeim tíma að þá skelli ég mér stundum til sálfræðings bara til að tjékka upp á ýmsu. Passa að allt sé í lagi. Andleg heilsa er ástæðan fyrir því afhverju ég er komin svona langt. Ég vil halda henni í toppstandi því ég er bara rétt að byrja ferilinn minn.

Uppáhalds heilsuuppgötvun?
Uppgötvunin að ég er hvorki hugsanir mínar eða tilfinningar. Ég bý til hver ég er. Á hverjum einasta degi ákveð ég að búa til þá manneskju sem ég vil vera. Ég hætti að finna mig og byrjaði að búa mig til, vera ég. Vera það sem mér fannst vera rétt. Við sem manneskjur breytumst svo ótrúlega mikið með tímanum og uppgötvunin að ég hef mest áhrif á hvernig ég breytist breytti því hvernig ég sá lífið. En þetta er ákvörðun sem þú tekur á hverjum einasta morgni. Ekki eitthvað sem gerist bara.

Ráð sem þú hefðir vilja gefa yngri sjálfri þér?
Treystu tímasetningum í lífinu þínu. Það er enginn réttur tími, bara þinn tími.

New York er þrjá tíma á eftir Los Angeles það þýðir ekki að Los Angeles sé hægari. Einhver varð framkvæmdastjóri 25 ára en dó 50 ára. Einhver varð framkvæmdastjóri 50 ára og lifði þar til hann varð 90 ára. Barack Obama hætti 55 ára. Trump byrjaði 70 ára. Það er aldrei réttur tími. Þú ert ekki á undan. Þú ert ekki á eftir. Þú ert á þínum réttum tíma. Treystu tímanum þínum.

Besta ráð sem þér hefur verið gefið?
Vá svo mörg. Það sem ég er búin að nota mest undanfarið er að ég er minn besti vinur. Þegar ég á öll þessi samtöl við mismunandi stöðvar í heilanum mínum að þá þarf ég að minna mig á að ég er að tala við besta vin minn. Stundum dett ég í að vera of hörð við hann og hrósa honum ekki jafn mikið og ég á að gera. Ég er minn besti vinur og það er mitt hlutverk að byggja sjálfa mig upp ekki neins annars.

Hvað er það besta við að búa á Íslandi?
Þegar ég bjó á Íslandi var það klárlega hvað það var stutt í allt.  Stutt í búðina, vinnuna og fl. Maður gat bara skotist á milli staða í bílnum sínum. Og VATNIÐ, vatnið á Íslandi er besta vatn í heimi. Ekki segja könunum að ég sagði þetta.

Hver er uppáhalds staðurinn þinn á landinu?
Sólheimajökull. Það er eitthvað svo ótrúlega friðandi að sitja á jökli og horfa á náttúruna og anda djúpt.

Hvert er þitt framlag að bættum heimi?
Hjálpa við að lyfta upp mannkyninu með því að gera fólk meðvitaðara um hug sinn.

Hvar líður þér best?
Á sviði að tala um heilann í fullum sal af ótrúlega flottu fólki.

Drauma ferðalag?
Asía!

Uppáhalds árstíð?
Sumar að sjálfsögðu!

Uppáhalds bók?
Lífsbibílan! Hahaha nei bara djók, það eru nokkrar; Principles by Ray Dalio, Finding my virginity, Not that kind of girl, Millionaire Success Habits, The Powerbook, Sapiens, The subtle art of not giving a fuck, The power of habit, Negotiating with Giants, Finding the next Steve Jobs og The 5 minute journal.

Mantra/mottó?
Ég er nóg.

Viltu gefa okkur eina uppáhalds uppskrift í lokin?
Ég elda ákaflega sjaldan, ekki bara af því ég er ekki góð í því en einnig því ég hef sjaldan tíma.

Það sem ég “elda” oftast er grænmetissamloka, hún klikkar aldrei.

Ciabatta brauð í ofninn í 5 mín
Vegan majónes
Tómatsósa
Hvítlauks hummus
Hálf paprika skorin
1/4 rauðlaukur skorin
Kirsuberjatómatar
Grænar baunaspírur
Baby spring mix kál
Avocado sneiðar
Toppað með litlum rifum af vegan parmesan ef ég á

Besta samloka í heimi. Núna verð ég að fá mér eina fyrst að ég er búin að skrifa þetta!

Umsjón: Karítas Hvönn Baldursdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.