Nýtt Náttúrukort er komið út!

Á hverju sumri ferðast Guðbjörg ritstýra um landið á HandPicked húsbílnum, honum Runólfi Rauða. Fyrir ferðalag sumarsins langaði henni að búa til fallegt náttúrukort af Íslandi sem benti á áhugaverða staði til að stoppa við á leiðinni. Úr varð Náttúrukortið, Ísland í boði náttúrunnar, sem að inniheldur 65 áhugaverða staði sem vert er að heimsækja. Þeir spanna allt frá heimsþekktum hverasvæðum til lítt þekktra fossa. Kortið leiðir þig um helstu vegi og náttúrusvæði landsins og á bakhlið þess má finna okkar uppáhalds veitingastaði, verslanir, söfn og afþreyingu á landsbyggðinni á ensku og íslensku!

En ekki hvað!

Að keyra um landið með þessar upplýsingar í för ætti að gera ferðalagið innihaldsríkara og að sannkallaðri sjónrænni veislu!

SMELLTU HÉR TIL AÐ VITA MEIRA

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.