Lifum betur – Indíana Nanna

Lifum betur er fastur liður hér á síðunni okkar þar sem við spyrjum samferðafólk spjörunum úr og fáum innsýn í þeirra lífsvenjur. Með slíku samtali vonumst við til að fá hugmyndir og innblástur og ekki síður fyrirmyndir á okkar oft á tíðum hlykkjóttu vegferð – til þess að lifa betur.

Indíana Nanna Jóhannsdóttir er einka- og hópþjálfari, bloggari og mikil áhugakona um mat og matargerð. Jafnframt er hún nýbökuð móðir sem nýtur tímans í fæðingarorlofi með syni sínum, Hólmari Orra. Indíana er vinsæll þjálfari og leggur mikið upp úr því að setja saman skemmtilegar en krefjandi æfingar og hefur deilt þeim á Instagram ásamt því að vera með vinsæla fjarþjálfun. Indíana leggur mikla áherslu á hreyfingu og gott og hollt matarræði eins og sjá má í svörum hennar. 

Lýstu sjálfri þér í þremur orðum? Nautnaseggur, félagsvera og fljótfær.

Morgunrútínan þín? Kúra með stráknum mínum og gefa honum að drekka.

Uppáhalds morgunverður? Í augnablikinu eru það egg með Herbamare salti, stappað avocado með lime safa og kaffiboost með.

Hvernig viltu kaffið þitt? Lungo með flóaðri haframjólk.

Matarspeki? Að borða aðallega mat sem mér finnst góður en er góður fyrir mig í leiðinni.

Hreyfingin þín? Ég æfi 5-6x í viku. Er í mömmuleikfimi núna 4x og fer síðan 1-2x sjálf og fer þá í einhverja skemmtilega hóptíma eða hot yoga. Mér finnst skemmtilegast að taka keyrsluæfingar sem eru unnar á tíma.

Ómissandi í eldhúsið? Gott hnífasett.

Þrennt matarkyns sem þú átt alltaf til? Banana, hafra og möndlumjólk.

Hvaða verkefni eru á döfinni hjá þér? Eins og er er ég að njóta þetta að vera í fæðingarorlofi en ég nýti þann tíma sem ég hef til að vinna í verkefnum sem ég mun snúa mér að þegar ég byrja aftur. Þau verkefni tengjast þjálfun og mataræðisnámskeiði.

Þrjár manneskjur sem veita þér innblástur? Í raun allir sem eru að láta hlutina gerast og vinna fyrir sjálfan sig.

Sannleikurinn á bakvið velgengni? Að gera sitt á sinn hátt. Þróa þitt concept þar sem þér líður vel og þú nærð að skína í gegn. 

Hvað gerir slæman dag betri? Hreyfing, alltaf!

Hvernig hugar þú að andlegri heilsu? Hreyfi mig og/eða eyði tíma með fjölskyldu og vinum til dæmis.

Uppáhalds heilsuuppgötvun? Þegar ég áttaði mig á því hvað grænmetisfæði er frábært – hollt, ódýrara, bragðgott, fjölbreytt. Er samt ekki grænmetisæta en stór hluti af mínu mataræði er grænmeti og grænmetisfæði.

Ráð sem þú hefðir vilja gefa yngri sjálfri þér? Ekki treysta of mikið á aðra, treystu á sjálfa þig og láttu hlutina gerast meira sjálf.

Besta ráð sem þér hefur verið gefið? Að vera ég sjálf og treysta á mig

Hvað er það besta við að búa á Íslandi? Náttúran og hreina loftið. Að geta keyrt í stutta stund og vera komin í náttúruparadís.

Hver er uppáhalds staðurinn þinn á landinu? Fjölskyldusumarbústaðurinn.

Hvert er þitt framlag að bættum heimi? Ég var að byrja að flokka plast, telst það ekki sem eitthvað hehe. En samt án gríns þá kom það okkur svo mikið á óvart hve stór partur af ruslinu sem maður hendir er plast, í raun glórulaust að vera ekki löngu byrjuð á þessu en betra seint en aldrei.

Hvar líður þér best? Í rólegheitum með kærastanum mínum og stráknum

okkar.

Drauma ferðalag? Eitthvað sem sameinar upplifun, sól og hreyfingu. Yoga búðir í Tælandi eða eitthvað álíka.

Uppáhalds árstíð? Erfitt að segja. Fátt sem slær við góðum sumardögum en veturinn getur verið svo hrikalega kósí.

Uppáhalds bók? Les eiginlega aldrei bækur. Er meira að hlusta á Podcast þessa dagana og get mælt með Millivegurinn. Flottir strákar sem fá skemmtilega gesti til sín.

Mantra/mottó? Ég er ekki með einhverja svona eina setningu en ég reyni eins og ég get að njóta líðandi stundar með fólkinu mínu.

 

Viltu gefa okkur eina uppáhalds uppskrift í lokin?

Ég luma á uppskrift að sjúklega góðu kaffibosti sem ég hef gert alveg ótrúlega oft. Bragðið og áferðin minnir á blöndu af súkkulaðisjeik og frappucino. Hún er sirka svona:

  • Möndlumjólk, best að setja hana fyrst til að hjálpað blandaranum. Magn fer eftir því hversu kröftugur blenderinn þinn er og hversu þunnan/þykkan þú vilt hafa drykkinn.
  • Frosinn banani. Gott að kaupa ‘’gamla’’ banana, þessa með rauða bandinu á í búðinni, taka utan af þeim og frysta í bitum.
  • ½ – 1 skeið af próteini. Ég nota plöntuprótein frá NOW Foods með vanilli eða súkkulaðibragði, það gefur nánast rjómakennda áferð og mér finnst það best.
  • 3-4 dropar af Toffee stevíu frá NOW. Hægt að sleppa eða setja 1-2 döðlur í staðinn.
  • Kaffibolli beint úr vélinni.
Processed with VSCO with f2 preset

 

1 athugasemd

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.