Lúxus hafragrautur með bananamjólk

Að byrja daginn vel með hollum og góðum morgunverði er lykilatriði. Þessi lúxus hafragrautur er stútfullur af næringu og mun gefa þér góða orku í morgunsárið og inn í daginn.

Hafragrautur

1 bolli hafrar
1/4 bolli þurrkuð mórber
1 3/4 bolli vatn
1 bolli vökvi (vatn/möndlu- eða haframjólk)
1/2 tsk vanilluduft
1/2 tsk salt

1/2 bolli Hindber (ef þið notið frosið leyfið að þiðna)

1.Setjið hafra, vökva og mórber í pott. Leyfið suðu að koma upp, lokið pottinum og lækkið undir hellunni. Leyfið að malla í 5-10 mín. Hrærið þá vanillu og salti saman við.

2.Maukið hindber í sultu og setjið yfir grautinn ásamt rjóma eða rjóma að vali. Hrærið örlítið samanvið og berið fram með mórberjum og ferskum bláberjum. Njótið sem lúxusmorgunverð.

Hollráð: Setjið hafra og vökva í pott nóttina áður, þá er grauturinn fyrr að eldast.

Bananamjólk

1 bolli vatn
1/2 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 4 klst eða yfirnóttu
1 frosinn banani
4 dropar stevia án bragðefna eða með vanillu
1/2 tsk vanilluduft

1.Kvöldið áður: Sneiðið banana og setjið í frysti í plastboxi eða poka. Setjið kasjúhnetur í bleyti í skál og leyfið að standa yfir nótt.

2.Um morguninn eða kvöldið eftir: Hellið vatninu af hnetunum og skolið örlítið. Setjið í blandara ásamt rest af innihaldsefnum og vinnið þar til silkimjúkt.

3.Smakkið og bætið steviu eða vanillu eftir þörfum. Geymist í glerkrukku í kæli í allt að 3-5 dögum.

Bananamjólkin er einnig góð sem millimál með Banana Orkustöngum.

Smelltu hér fyrir ókeypis uppskriftir, innkaupalista og fróðleik! -> http://lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.