Sölvi Pétursson er mikill heilsuspekúlant, með B.s í næringarfræði og starfsmaður á Tonic barnum á Gló í Fákafeni. Þið hafið eflaust mörg séð hann sem eruð á heilsu og/eða andlegu línunni enda áberandi einstaklingur í báðum heimum og til fyrirmyndar í því sem hann gerir. Sölvi er með ástríðu fyrir heilsudrykkjum og hvernig hægt er að heila sig mig þeim, róa, örva, auka hreysti, o.sv.fr. Þegar hann er ekki að blanda töfradrykki, spá í heilsunni, eða að svetta kennir hann hláturjóga sem hann segir bæta og kæta. Við fengum að forvitnast um morgunrútínuna hans:
Hvernig og hvenær vaknarðu á morgnanna?
Ég er með voða skemmtilegt app á gula fallega símanum mínum sem heitir Sleep Cycle, það fylgist með og segir mér hvernig ég sef á nóttinni og vekur mig eins ljúflega og hann getur. Ég legg símann á rúmið og hann mælir víbrana frá mér meðan ég sef, set hann að sjálfsögðu á Airplane Mode, svo hann fari ekki að víbra líka.
Hvernig eru morgunvenjurnar?
Í dag þá vakna ég klukkan 6. Ég byrja á 2-3 vatnsglösum, gott að hafa sítrónusafa með. Er með létta bætiefna rútínu, núna er ég að taka B12, Niacin (B3), D-vitamin, Hörfræolíu og Probiotic. Hugleiði í 20 mínútur eftir fyrirmynd Innhverfar Íhugunar og Núvitundar hugleiðslu. Það er til frábært app sem heitir Ást og Friður frá Tolla Morthens listamanni og stríðsmanni andans fyrir þá sem vilja kynna sér hugleiðslu. Eftir þetta er venjulega komin tími til að fara út í ævintýri dagsins, mér finnst best að bíða með að borða allavega 1-2 klst eftir að ég vakna. Þá fæ ég mér oftast Chia graut, Avocado/greip búðing með fræjum og berjum og hafragraut með möndlumjólk um helgar 😉
Hvernig heldur þú í þessar venjur?
Með því að hlusta á innsæið en ekki hugann. Það er auðvitað flæði í þessu öllu saman, en þannig virkar innsæið.