Náttúrulegt fyrir húðina

HÚÐVÖRUR + LIFUM BETUR

Húðin er stærsta líffæri manneskjunnar og því mikilvægt að hugsa vel um hana. Mikið af ilm- og litarefnum í húðvörum geta haft slæm, ofnæmisvaldandi áhrif á húðina og því er mikilvægt að vanda valið. Það er mikilvægt að velja náttúrulegt fyrir húðina og jafnvel koma sér upp rútínu sem að hægt er að gera kvölds og morgna. Sumum finnst gaman að búa til sínar eigin húðvörur en stundum er gaman að “tríta” sig og kaupa umhverfisvæn, náttúruleg krem fyrir húðina. 

weleda skin food

Weleda

Skin Food frá Weleda er áhrifaríkt, græðandi krem fyrir alla fjölskylduna. Það kom á markaðinn 1926 og uppskriftin er óbreytt. Kremið er úr lífrænum lækningajurtum, nærir húðina og græðir útbrot og exem og er gott eftir rakstur. Weleda er þekkt fyrir framúrskarandi krem, en Rudolf Steiner stofnaði fyrirtækið 1921, og fagnar það 100 ára afmæli í ár.
weleda.is

Feel Iceland

Age Rewind Skin Therapy hylkin frá Feel Iceland eru sérhönnuð fyrir heilbrigði húðarinnar. Þau innihalda hyaluronic-sýru, kollagen og C-vítamín. Þessi þrenna hjálpar líkamanum að varðveita raka í húðinni, byggja hana upp og stinna. Kollagenið er unnið úr íslenskum fiski, sem er veiddur á sjálfbæran hátt.
feeliceland.com

Ethique

Bliss Bar andlitshreinsirinn frá Ethique hentar vel til að hreinsa af farða og húðina á mildan hátt, án þess að þurrka hana. Hann hentar öllum húðgerðum, sérstaklega fyrir þurra og viðkvæma húð. Kubburinn inniheldur kókossmjör og glýserín, unnið úr plöntum og leir, er 100% sápu- og ilmefnalaus, vegan, pálmolíulaus og cruelty free. Fæst í 110 g kubb í umhverfisvænum pappaumbúðum.
cu2.is

sun screen lotion

Änglamark

Notalegt er að baða sig í sólinni og nota góða sólarvörn til að vernda húðina fyrir skaðsemi útfjólublárra geisla. Frá Änglamark fæst sólarvörn í hæsta gæðaflokki, sem hentar fyrir börn og fullorðna. Hún er án ilm- og litarefna, og inniheldur ekki ofnæmisvaldandi efni. Änglamark-vörurnar eru með Svansvottun.
netto.is

Urtasmiðjan

Silki-andlitsolían er vítamínbomba fyrir húðina. Í henni er mýkjandi þykkni úr blágresi og rauðsmára, apríkósukjarnaolía og arganolía, eða Marokkógullið, sem er álitin ein næringarríkasta olía sem völ er á fyrir húðina. Olíurnar eru ríkar af andoxunarefnum og vítamínum, sem hafa nærandi og endurnýjandi áhrif á húðina. Olían skilur ekki eftir fituga áferð og má nota yfir farða.
urtasmidjan.is

enjo eye makeup remover

Enjo

Umhverfisvænu augnpúðana frá Enjo er hægt að nota í staðinn fyrir hreinsikrem og bómullarskífur. Púðarnir henta vel til að fjarlægja farða, augnháralit og dauðar húðfrumur, án þess að nota neitt nema vatn. Aðeins þarf að bleyta púðann með vatni og strjúka honum mjúklega yfir húðina, sem verður samstundis hrein og frískleg.
enjo.is

Þessi grein er úr vorblaði Lifum betur – í boði náttúrunnar 2021