Við byrjum nýja árið með nýju tölublaði fullu af góðum innblæstri, fróðleik og skemmtilegum hugmyndum um það hvernig við getum lifað betur. Við heimsækjum Lene, sútarann sem lifir ekki eftir klukkunni, fáum góð ráð frá Guðna í Rope Yoga um það hvernig best er að koma á nýjum venjum, skoðum óhefðbundnar leiðir að tannheilsu, kynnumst iðjuþjálfa sem eflir geðheilsuna með sjósundi og frumkvöðli sem býr til ilmkjarnaolíur úr barrtrjám. Spjöllum við unga hetju, hjálparsveitar konu sem sefur í tjaldi um hávetur, brrrrr! Minnum okkur á hvað er góð fita og gerum ýmisslegt frá grunni, bæði snyrtivörur og mat. Þetta og margt fleira er á leiðinni til áskrifenda innan skamms!
GERAST ÁSKRIFANDI
Eins og það er góð tilfinning að fá nýtt tölublað í hendurnar þá er ferlið að búa það til alls ekki síðra.
Hér eru nokkrar myndir frá gerð blaðsins: