Líkt og í fyrrasumar þá virðast margir Íslendingar ætla að halda til hér heima og ferðast áfram um okkar fallega land. Margir lesenda okkar hafa eflaust nýtt sér ferðablaðið frá því í fyrra til að fá hugmyndir og innblástur og lagðist það blað það vel í landann að við ákváðum að endurtaka leikinn með aðeins breyttu sniði. Við sleppum öllum föstum liðum, nema matnum að sjálfsögðu, og bjóðum í staðinn upp á góðar og áhugaverðar ferðasögur úr ýmsum áttum. Við þýddum HandPicked-landshlutakortin svo erlendir vinir okkar, sem verða vonandi fleiri í ár, geti einnig notið og nýtt sér.