Á heimasíðunni arna.is er að finna margar girnilegar og góðar uppskriftir. Hér er ein góð að smoothie skál með þykkri ab mjólk, sem er laktósafrí.
UPPSKRIFT
1 dós þykk ab mjólk frá Örnu með jarðarberjum
1 dl frosin hindber
Bláber eftir smekk, fersk eða frosin
1 tsk chiafræ
1 tsk hampfræ
Mórber, frosin hindber, jarðarber, ristaðar kókosflögur, bláber til að toppa með.
AÐFERÐ
Setjið þykka ab mjólk ásamt hindberjum, bláberjum, chia og hampfræjum í blandara og blandið vel. Skafið blöndunni í skál og setjið það sem ykkur lystir og eigið til ofan á.
UM ÖRNU
Arna er mjólkurvinnsla sem sérhæfir sig í framleiðslu á laktósfríum mjólkurvörum. Flestir ættu að kannast við vörumerkið, en vörur þeirra komu fyrst í búðir árið 2013. Vöruúrval Örnu er alltaf að aukast og nú er hægt að fá allt frá jógúrt til kryddosta frá þeim. Inni á heimasíðunni arna.is má finna fjölbreyttar uppskriftir úr vörum þeirra. Ekki skemmir fyrir að mjólkurvinnslan er nú í óða önn að færa alla sína jógúrt- og skyrframleiðslu í umhverfisvænni umbúðir og stefna einnig á að skipta öllum plastbökkum út fyrir pappabakka. Með nýju umbúðunum minnkar plastnotkun um 85% miðað við hefðbundnar jógúrt eða skyrdósir og eru umbúðirnar að fullu endurvinnanlegar.
Bravó fyrir Örnu!