Mæðgurnar Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og flestir þekkja hana, og Hildur Ársælsdóttir, eru miklir matgæðingar og vita fátt skemmtilegra en að elda saman. Þær leggja áherslu á ljúffengan og hollan mat þar sem dekrað er við bragðlaukana. Hér er ný uppskrift, snöggsýrðar gulrætur, úr smiðju þeirra sem gaman er að útbúa. Njótið vel!
Hráefni
1 kg gulrætur, skornar í ½ cm þykkar lengjur 1 msk. sjávarsaltflögur Innan úr 2 hylkjum af probiotic 2 msk. engiferskot 5 cm fersk engiferrót, skorin í mjög þunnar sneiðar (hægt að nota pikklaðan „sushi“ engifer, um 2 msk.) 2 hvítlauksrif, fínt söxuð 1 stöngull sítrónugras, skorinn í þunnar sneiðar ½ l engifer kombuch
Aðferð
Setjið sjávarsalt, probiotic, engiferskot, engifersneiðar eða pikklaðan engifer, hvítlauk og sítrónugrassneiðar í krukku. Skerið gulræturnar í þunnar lengjur og setjið í krukkuna, eins mikið og kemst fyrir. Endið á að hella kombucha yfir, skiljið eftir 3 cm upp að kanti því ef það verður hressileg gerjun getur flætt upp úr. Látið standa við stofuhita í 24-60 klst., allt eftir smekk, hvað þið viljið hafa gulræturnar vel sýrðar. Geymið í ísskáp í 3-4 mánuði í þessum legi í lokaðri krukku.