Umhverfisvænni lífstíll

Flest okkar eru sammála um að við þurfum að hugsa vel og vandlega um jörðina okkar. Við höfum kannski oft tekið okkur á í því en svo gleymist það aftur ef átakið kemst ekki upp í vana. Hér koma því nokkur einföld ráð í átt að umhverfisvænum lífstíl, þetta eru kannski ekki glænýjar hugmyndir en eitthvað sem allir ættu að geta tileinkað sér:

  1. Taktu með fjölnotapoka í búðina

Geymdu fjölnotapoka nálægt útidyrahurðinni eða í bílnum til að muna eftir þeim. Einnig eru margar verslanir í dag farnar að bjóða uppá maíspoka sem eru langtum umhverfisvænari kostur en plastpokarnir sem tekur þúsundir ára að eyðast upp.

  1. Nýttu matarafganga heimilisins

Með því að nýta matarafganga þá minnkarðu matarsóun. Það er vel hægt að búa til góða máltíð úr matarafgöngum og með smá hugmyndarflugi þarf hún alls ekki að vera eins og máltíðin deginum áður. Einnig er góður vani að venja sig á að elda ekki of mikið magn af mat.

  1. Ekki henda gömlum fötum

Rauði Krossinn stendur fyrir fatasöfnun þar sem gamlar flíkur eru gefnar til þeirra sem þurfa á því að halda, bæði hérlendis og erlendis. Á öllum endurvinnslustöðum má finna gám sem setja má gamlar flíkur og efni í.

  1. Leggðu bílnum í nokkra daga

Við Íslendingar erum rosaleg bílaþjóð. Það er hægt í mörgum tilfellum að sleppa bílnum og ganga eða taka fram hjólið – það er miklu umhverfisvænna ásamt því að hreyfing gerir manni alltaf gott.

  1. Minnkaðu plastnotkun

Vertu meðvitaður um plastnotkun á heimilinu og reyndu að minnka hana eins mögulega og hægt er. Til dæmis er hægt að kaupa epli í lausasölu í stað þess að kaupa þau sem pökkuð eru inn í plast o.sv.fr.

  1. Keyptu notað

Í stað þess að kaupa alltaf nýja hluti og láta framleiða meira í þennan þegar pakkfulla heim, er sniðugt að athuga hvort hægt sé að fá þá notaða á bland.is eða í Góða Hirðinum.

  1. Flokkaðu rusl

Ekki henda öllu í almennt sorp. Flokkaðu pappa og plast frá. Hægt er að fá sér ruslatunnu undir pappa og sem gerir flokkun pappa frá öðru rusli mjög auðvelda og græna tunnu fyrir plast og fleira.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.