Vorblað Í boði náttúrunnar er komið í búðir og fjallar meðal annars um að hugsa áður en við hendum og nýta matarafganga í matar- og moltugerð, en einnig um matjurtarækt í pottum, heilsu, hæsnahald í borginni o.fl.
90 BLS AF FRÁBÆRU EFNI!
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR Í MAÍSPOKUM
Í fyrradag eyddi fjölskyldan deginum í að pakka inn blaðinu, en þetta gerum við alltaf saman, handpökkum eintökum til áskrifenda. Tölublaðinu var pakkað inn og sent til þeirra að þessu sinni í maíspokum til þess að vekja athygli á umhverfisvænum lausnum, en maíspokarnir eru frábær staðgengill plastpokans. Við viljum með því efla umhverfismeðvitund og sýna gott fordæmi með því að senda blaðið í maíspoka sem brotnar niður á 30-60 dögum en plast brotnar niður á mörg hundruð árum og þess vegna pökkum við tímaritinu aldrei í plast
http://vimeo.com/94171296#t=0s
Þegar búið er að taka upp blaðið þá er hægt að nota maíspokann sem ruslapoka, í moltugerð auk þess sem þeir henta vel til geymslu á ávöxtum. Maíspokarnir eru framleiddir af Plastprent fyrir Íslenska gámafélagi og fást meðal annars í Bónus, Samkaup og Nettó í mörgum stærðum.