HUNDURINN: Adho Mkha Svanasana
Flest könnumst við „ofvirka hugann“ sem gerir okkur þreytt og lúin. Hundurinn er ein af mínum uppáhalds jógastöðum til að róa taugakerfið og hugann í amstri dagsins. Frábært að gera fyrir hugleiðslu; hundurinn – barnið og svo setjast í kyrrðina!
STAÐAN: Byrjaðu á fjórum fótum með hendur undir öxlum og hné í mjaðmabreidd. Lyftu svo mjöðmum upp í loft og pressaðu hælana að jörðu. Finndu hrygginn lengjast án þess að fara með axlir upp að eyrum. Ef þú finnur kryppu í efra bakinu, þá er gott að beygja hnén dálítið til að finna opnun í efra bakinu. Andaðu djúpt og rólega í ca. 10 andardrætti. best er svo að hvíla í barninu (setjast á hælana með ennið í gólf og hendur niður með síðum) Gott er að endurtaka hundinn 3svar sinnum til að fá sem mest út úr æfingunni.
ÁHRIF: Hundurinn er ein mikilvægasta staðan í jóga. Hún teygir ekki bara á kálfum, yljum, öxlum og handleggjum, heldur bætir hún meltinguna, eykur blóðflæði til heilans, og styrkir taugakerfið. Þannig losum við um stress og þunga og svefninn batnar. Mjög góð til að róa hugann og fá betri einbeitingu. Sérstaklega mælt með á breytingarskeiði. (allar frambeygjur kyrra hugann)