30 kostir hugleiðslu

Ef þú ættir að bæta einhverju einu atriði við daglega rútínu til að bæta heilsu og vellíðan, þá myndum við mæla með því að það yrði hugleiðsla. Hún tekur aðeins nokkrar mínútur og þú getur iðkað hana hvar og hvenær sem er. Þú þarft ekki að fara neitt, né eiga einhvern ákveðin klæðnað. Hugleiðslan þín getur verið iðkuð NÚNA!

Sífellt fleiri hafa tekið upp hugleiðslu og allt frá pólitíkusum til afreksmanna og kvenna nýta sér hana til að ná lengra á sínu sviði. Vísindin sýna einnig fram á fleiri og fleiri niðurstöður sem styðja við það sem haldið hefur verið um gagnsemi hugleiðslunnar og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif hennar á líkamlega jafnt sem andlega heilsu. 

25 jákvæð áhrif sem regluleg iðkun á hugleiðslu getur haft á líkama og sál:

1. Sköpunarkrafturinn eykst

2. Kvíði minnkar

3. Ónæmiskerfið styrkist

4. Líkaminn verður basískari

5. Mildar einkenni breytingarskeiðs

6. Lækkar kólestról

7. Eykur blóðflæði í líkamanum

8. Slakar á vöðvaspennu

9. Kemur reglu á andardrátt

10. Minnkar höfuðverki og mígreni

11. Lækkar blóðþrýsting

12. Eykur orkustig

13. Bætir svefngæði

14. Vinnur á móti þunglyndi

15. Eykur heilavirkni

16. Minnkar ótta og fóbíur

17. Eykur athygli og fókus

18. Eykur sjálfstraust

19. Bætir minni

20. Minnkar fíknir

21. Eykur tilfinningalegt jafnvægi

22. Betra innsæi

23. Viljastyrkurinn eykst

24. Minni reiði og ofsi

25. Hjálpar þér að lifa í núinu

26. Vinnur gegn áfallastreituröskun

27. Eykur kynlífslöngun

28. Hjálpar þér að finna þinn tilgang

29. Heldur þér yngri!

30. Þú hugsar betur um þig

Nýttu þér fría viðburði FRIÐSÆLDAR Í FEBRÚAR til þess að koma reglulegri iðkun á hugleiðslu inn í þitt líf! Ekki missa af hóphugleiðslu í Ráðhúsinu á morgun kl 11:00!


 

Byggt á grein af mindbodygreen