Svalandi sumarþeytingur

 

Þessi þeytingur varð til hjá mér seinasta sumar þegar mig langaði í eitthvað svalandi á heitum sólardegi. Þegar það er heitt í veðri finnst mér voðalega gott að græja mér þeyting enda fljótlegt, frískandi og þægilegt að grípa með sér ef maður er á ferðinni. Þessi þeytingur inniheldur alla aðal orkugjafa líkamans, þ.e. fitu, kolvetni og prótein ásamt allskyns nauðsynlegum vítamínum og steinefnum og er því tilvalinn sem máltíð. Hann sló svo sannarlega í gegn á mínu heimili en við mæðgur drukkum hann nánast daglega allt sumarið og fengum aldrei nóg. Ég vona að ykkur finnist hann jafn góður og mér. Njótið!

Uppskrift:

2 dl kókosmjólk

2 dl frosin ananas

Gúrkubiti

½ banani

Lúka af spínati

Safi af hálfu lime-i

½ – 1 skammtur af vanillupróteini (val)

Nokkrir ísklakar

Allt sett saman í blandara og látið þeytast vel saman.

 

Verði ykkur að góðu!

Karítas

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.