Sjö einföld ráð til að minnka sykurlöngun

Sugar

Sykurneysla Íslendinga hefur farið gríðarlega vaxandi síðustu ár og er í dag einn helsta orsök sykursýki 2, þunglyndis, síþreytu, ófrjósemi, hjartasjúkdóma og ofþyngdar. Sykur er aðgengilegasta “fíkniefnið” þarna úti og tekur allt að 14 dögum að fara úr líkamanum samkvæmt Söru Givens næringarfræðingi og metsöluhöfundi.

Hér eru 7 leiðir til að byrja að hreinsa út sykurinn

1) Fáðu þér glas af vatni þegar sykurlöngun gerir vart við sig og athugaðu hvort löngunin minnkar ekki. Drekktu allt að 8 glös af vatni á dag.

2) Bættu við ávöxtum og/eða grænmeti sem hafa náttúrulega sætu og trefjar. Epli, bananar, sætar kartöflur eða rófur eru fæðutegundir sem geta hjálpað til við að svala sykurþörf þar sem þau eru nátturulega sæt.

3) Fáðu þér grænan og góðan í morgunsárið.

Grænu laufblöðin hjálpa við að draga úr löngun í sykur, þar sem sykurlöngun er gjarnan afleiðing af ójafnvægi eða skorti á næringarefnum eins og m.a magnesíum, króm eða skorti á fitu eða próteini í mataræðinu.

4) Lestu innihaldslýsinguna á þeim vörum sem þú kaupir og gerði þitt fremsta að forðast “falin sykur” eins og t.d dextrose, fructose, high-fructose corn syrup, molasses, sorbitol.

5) Bættu avókadó eða kókosolíu út í boost drykkinn. Góð fita hjálpar til við að halda blóðsykursjafnvægi í líkamanum og eykur seddu.

6) Taktu inn bætiefni sem styðja við jafnvægi. D-vítamín er Íslendingum lífsnauðsynlegt en einnig eru til fleiri bætiefni sem geta minnkað sykurþörfina eins og Zink, Magnesíum og króm. Sykurþörfin getur komið hjá mörgum eingöngu vegna skort á eitthvað af þessum þremur næringarefnum.

7) Vertu viss um að borða jafnt yfir daginn. Að borða lítið yfir daginn þýðir að við borðum gjarnan meira á kvöldin þegar meltingarstarfsemi er hægari, einnig getur þetta valdið neikvæðum streituáhrifum og meiri sykuþörf. Gerðu þitt besta að halda máltíðum og millimálum yfir daginn og forðastu að missa úr máltíð.

Þú munt fljótt komast að því að sykurlaust líf er sko alls ekki leiðingjarn heldur getur það verið  “syndsamlega gott” eins og ein orðaði það hjá okkur

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi