Áhuginn á plöntuveggjum hefur farið ört vaxandi á síðastliðnum árum, enda setja þeir mikinn svip á umhverfið, hvort sem þeir eru innan- eða utandyra. Það er að mörgu að hyggja þegar slíkir veggir eru settir upp, og ekki hægt að kasta til hendinni við slík listaverk.