Samverudagatal fjölskyldunnar

Nú þegar jólamánuðurinn er að ganga í garð langar okkur að deila með ykkur hugmyndum af samverudagatali.  Fyrir sumar fjölskyldur er samverudagatal ómissandi liður á aðventunni.

Hægt er að skipuleggja dagatalið eftir hentugleika, t.d. að vera með samverustundir sem krefjast minni tíma á virkum dögum og um helgar gefum við okkur meiri tíma.

Munum eftir samverustundunum á aðventu, slökum á og njótum!

Hugmynd að samverudagatali:


1. Spila

2. Búa til ískertastjaka

3. Lesa jólasögu fyrir svefninn

4. Búa til fuglamat

5. Finna stað fyrir fuglamatinn úti

6. Ganga í myrkri með vasaljós

7. Skreyta

8. Náttúrumylla

9. Horfa saman á jólamynd

10. Perla jólaskraut

11. Lesa um íslensku jólasveinana

12. Syngja saman eitt jólalag

13. Gera góðverk

14. Gönguferð fyrir svefninn

15. Aðventustund í skóginum (heitt kakó og jólasaga)

16. Lesa um fugla og hlusta á fuglahljóð

17. Jólabíó

18. Skák

19. Skautar

20. Útileikir

21. Ljósteikningar með myndavél

22. Baka og skreyta piparkökur

23. Skreyta appelsínur með negulnöglum

24. Gleðileg jól

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.