Vegan, sykurlausar, glútenlausar. Dásamlegar súkkulaðibitakökur fyrir jólin sem valda engum vonbrigðum.
Þú trúir varla að þessar séu hollar:
1 bolli glútenlausir hafrar, malaðir
1 1/4 bolli möndlumjöl
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. vínsteinslyftiduft
1/2 tsk. salt
1/2 bolli + 1 msk ólífuolía
1/4 bolli hunang
4-6 dropa steviu
1 tsk. vanilludropar
1/2 bolli lífrænt 70% súkkulaði eða dekkra
- Forhitið ofn við 180°C .
- Malið hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar til úr verður hveitiáferð. Sameinið möndlumjöl, malaða hafra, matarsóda og lyftiduft í stóra skál.
- Sameinið olíu, hunang og vanilludropa í litla skál.
- Sameinið blautu blönduna í litlu skálinni við þurrefnin í stóru skálinni og hrærið saman með sleif. Bættu við söxuðu súkkulaði.
- Takið deigið með matskeið og setjið á bökunarpappír. Hafið hverja köku um 4 cm með því að dreifa aðeins úr þeim með blautum fingrum og hafið 4 cm á milli þeirra.
- Bakið við 180°C í 12-15 mín. og slökkvið þá á ofninum. Látið kökurnar bíða í ofninum í um 7-10 mínútur áður en þær eru fjarlægðar úr ofninum. Látið kólna.
Verði ykkur að góðu!
Júlía heilsumarkþjálfi