Auður Bjarnadóttir
Auður Bjarnadóttir, hefur kennt jóga síðan 2000. Árið 1999 tók hún sitt fyrsta kennarapróf, hatha/ashtanga í “Mount Madonna” í Kaliforníu. Meðgöngujóganámið hófst í Seattle árið 2000, á Kripalu Center árið 2002 og hjá hinni víðfrægu Gurumukh ‘Khalsa Way’ árið 2005. Auður útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2005 í New Mexico. Hún er einnig með kennararéttindi í Yoga Nidra og Yoga Therapíu frá Amrit Institute í Florida. 2012 útskrifaðist sem Dáleiðslutæknir haustið 2012 frá The International School of Clinical Hypnosis.
Auður hefur sérhæft sig í meðgöngujóga og fæðingarfræðum og tók Doulu námi hjá Hönd í Hönd 2011. Hún er í framhaldsnámi í Kundalini jóga og sömuleiðis Sat Nam Rasayan heilunarnámi.