Júlía Magnúsdóttir
Júlía er næringar- og lífsstílsráðgjafi, vottaður heilsu- og
markþjálfi og stofnandi Lifðu Til Fulls heilsumarkþjálfun sem hjálpar konum og hjónum að léttast, og auka orku. Sækja má uppskriftir af hrákökum og sætum molum frá Júlíu með ókeypis rafbók hennar.
Júlía byrjaði ferðalag sitt að bættri líðan og heilsu þegar
hún fann sig ráðþrota í hvernig hún gæti unnið bug á
meltingarvandamálum, lötum skjaldkirtli, liðverkjum og orkuleysi.
Með lífsstílsbreytingu og breyttu mataræði náði hún bata á þessum
kvillum og hefur í dag hjálpað hundruðum einstaklinga að
ná sinni óskaþyngd og skapa vellíðan og heilsu með
5 daga matarhreinsun, Lífstíllsþjálfun, ókeypis
sykurlausum áskorunum og vikulegu heilsubloggi. Júlía vinnur
einnig að uppskriftabók sem kemur út 2016.