Aðferð
Skerið eggaldinið niður í sneiðar. Saltið báðum megin. Leggið á eldhúspappír og látið standa í 15–20 mínútur. Skolið saltið síðan af og þerrið. Setjið smjörpappír á ofnplötu og raðið eggaldinsneiðunum þar á. Penslið sneiðarnar með ólívuolíu. Eldið í 180°C heitum ofni í 5 mínútur á hvorri hlið. Skerið geitaostinn niður í sneiðar. Leggið hann á eggaldinsneiðarnar. Stráið söxuðum valhnetum, hvítlauk, timjan, chili-flögum, salti og pipar yfir. Dreypið á þetta dálitlu hunangi og setjið inn í ofn í 15 mínútur.