HUGLEIÐSLUHÁTÍÐ – FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR

Í þriðja sinn höldum við hugleiðslu og núvitundarhátíðina FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR,  7 – 13 febrúar. Í vikunni eru í boði um 40 fríar uppákomur í Reykjavík, Akureyri, Selfossi og á Höfn í Hornafirði.

Friðsæld í febrúar byrjaði upphaflega sem grein í tímaritinu sem Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri skrifaði og ákvað í framhaldinu að taka hugleiðsluna út fyrir blaðið og úr varð þessi einstaka hátíð.

Þetta er tækifærið til að kynnast því sem er í boði, prófa nýja hluti eða bara til að koma okkur aftur í hugleiðslugírinn!

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR, í samvinnu við Vinnsluna listhóp, býður uppá hóphugleiðslu í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 11.00 á sunnudaginn 7 febrúar til að fagna upphafi hátíðarinnar. Á sama tíma á Akureyri verður einnig hóphugleiðsla að tilefni Friðsældar í febrúar.

SKOÐA ALLA VIÐBURÐINA HÉR

viðburðir

DAGLEG IÐKUN – BETRI LÍÐAN
Upplagt er að merkja nýjar venjur, eins og hugleislu, inná ársdagatal ÍBN sem gefur góða yfirsýn yfir árangurinn. Nældu þér í eintak!

Dagatal_vinna_2016_small

Einföld hugleiðsla

Þegar hugleiðsla er prófuð í fyrsta sinn er best að hafa hana einfalda og stutta. Gott er að venja sig á að standa við þann tíma sem maður einsetur sér enda hugurinn fljótur að aðlagast.

Komdu þér vel fyrir á stól með góðan stuðning við bakið og hendur í kjöltu eða á lærum. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að maður verði ekki fyrir truflun. Dragðu djúpt inn andann, alveg niður í maga. Á útöndun lætur þú alla spennu líða úr líkamanum. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum eða þangað til þú hefur náð góðri slökun. Beindu athyglinni að önduninni sem er nú orðin eðlileg. Finndu hvernig loftið streymir út og inn um nasirnar og sjáðu jafnvel fyrir þér magann eða brjóstkassann lyftast og hníga með hverjum andardrætti. Ef hugsanir koma upp í hugann tekur þú eftir þeim en sleppir þeim aftur um leið og þú áttar þig á því að hugsunin er farin að snúast um eitthvað annað en andardráttinn. Ekki dæma eða pirrast þótt hugsanir streymi fram til að byrja með; þeim fækkar um leið og þú nærð betri stjórn á huganum. Prófaðu þetta fyrst í 5 eða 10 mínútur og svo getur þú lengt tímann eftir hentugleika.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.