Hvernig notar þú dagatalið?


SKRIFUM MARKMIÐ Á DAGATALIÐ

„Við fjölskyldan notum dagatalið til að setja okkur markmið fyrir árið. Við hengjum dagatalið upp á áberandi stað svo við getum bætt inn á það eftir þörfum. Í hverjum mánuði tökum við 30 daga áskorun þar sem við veljum okkur eithvað eitt í lífi okkar sem við viljum breyta til hins betra, t.d. hugleiða í 30 daga, drekka meira vatn eða eins og dóttir mín setti sér í janúar að taka með nesti á hverjum degi í skólann. Þegar markmiði dagsins er náð setjum við X við þann dag. Þetta er ótrúlega skemmtileg og auðveld leið til að sameina fjölskylduna og peppa hvert annað í að ná settum markmiðum.

María Kjartans ljósmyndari

 

FÆ YFIRSÝN YFIR VERKEFNI

Ég byrjaði að nota dagatalið 2019 og nú er það ómissandi hluti af skrifborðinu mínu og ég beið með óþreyju eftir að fá 2020 dagatalið á borðið mitt. Það er ekki oft sem það tekst vel að gera svona praktískan hlut aðlaðandi og útfærslan hennar Helgu Páley er skemmtilega ævintýraleg. Ég nota það bæði til að hafa yfirsýn yfir verkefni og til að skrifa inn grófustu dagskránna sem er rosalega gott til að gefa manni heildarmyndina af árinu.

Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir vöruhönnuður

SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA DAGATALIÐ 2020 

 

Dagatalið 2020 varð til út frá hugmynd á blaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.