Dagatalið 2020 varð til út frá hugmynd á blaði

Helga Páley Friðþjófsdóttr er myndlistarmaður, teiknari og hreyfimyndahönnuður. Hún á heiðurinn að DAGATALINU 2020.

Dagatalið gefur góða yfirsýn yfir allt árið með helstu frídögum, tunglstöðu, og náttúrutengdum viðburðum. Á það er hægt að merkja inn afmæli, ferðalög, viðburði og annað sem vert er að muna – hvort sem það á við um fjölskylduna eða vinnuna.

Hver er hugmyndin á bak við myndskreytinguna á dagatalinu?

„Vinkona mín var að flytja og því að að losa sig við húsgögn og eitt af því var risastór skápur með fullt af litlum hillum og skúffum sem minntu mjög á grindina fyrir dagatalið. Umræðan um minimaliskann lífstíl spilaði líka inn í og hvað við erum gjörn á að sanka að okkur hlutum. Hlutir sem við vitum ekki alveg hvar þeir eiga að vera og við tímum ekki að henda og enda því efst uppi á skáp og safna ryki. Minjagripir frá sumarfríinu, lampi sem hættur er að virka en við ætlum alltaf að laga sjálf, gamlir sparibaukar, allt sem við söfnum í gegnum tíðina, svo það er gott að spyrja sig fyrir komandi nýtt ár, hvort það er pláss fyrir meira dót?“

Hvernig vinnur þú að þínum verkum?

„Ég myndi segja að ég ynni í skorpum og ég er oftast með nokkur verkefni í gangi í einu. Fyrir dagatalið byrjaði ég á að skissa hugmyndir á blöð og færði mig svo yfir í tölvuna og vann í kringum grindina á teikniborðinu.“

Hvernig skipuleggur þú árið sem er framundan? 

„Ég er alltaf með skissubók með mér sem ég skrifa niður það sem ég þarf að muna en annars er árið sem er framundan frekar opið fyrir ýmislegt óvænt. Skemmtilegustu verkefnin eru oft mjög spontant.“

Hvernig ætlar þú að nota dagatalið?

„Ætli það fari ekki upp á vegg í eldhúsinu svo ég geti kíkt á það af og til, til að vera með rauðu dagana á hreinu. Það getur gleymst hvenær það eru bolludagur og bóndadagur þegar maður er djúpt sokkinn í bubblunni sinni.“

 

DAGATALIÐ 2020 er prentað á gæðapappír í umhverfisvottaðri prentsmiðju á Íslandi. Aðeins til sölu á ibn.is. Sendingarkostnaður er innifalin og tekur c.a. 2-4 virka daga að fá það frá pöntun.

Hér er hægt að kaupa DAGATALIÐ 2020. 

1 athugasemd

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.