Í ferðalagið

Með hækkandi sól eru margir að búa sig undir ferðasumar, löngu tilbúin að stinga af eftir langan vetur og njóta íslenskrar náttúru, já eða eltast við sólina á framandi stöðum. Fríin eru svo sannarlega til þess að njóta og eru í leiðinni frábær tækifæri til að hlúa að líkamanum og ekki síður umhverfinu. Við tókum því saman nokkrar vörur til að veita ykkur innblástur í því hvernig hægt er að rækta heilsuna á ferðalaginu, velja betri kostinn og vera umhverfisvæn um leið.

Raw Meal frá Garden of life

Þegar þú færð þér skammt af Raw Meal ertu að veita líkamanum gnótt vítamína, steinefna og andoxunarefna og vegna þess að uppsprettan 100% hrá og náttúruleg verður upptaka og nýting eins og best verður á kosið. Drykkur on the go sem hægt er að blanda í vatn eða möndlumjólk

Fæst í: Mamma veit best

Orkustykki frá Dr. Mercola

Það er góð hugmynd að eiga orkustykki frá Dr. Mercola í töskunni þegar að sætindalöngunin gerir vart við sig. Stykkin eru lífræn og laus við öll aukaefni og innihalda gott hlutfall af þremur helstu orkugjöfum líkamans; fitu, próteini og kolvetnum og gefa því jafna og góða orku. Hollari kostur í ferðalagið.

Fæst í: Mamma veit best

Ecoffee margnota kaffimálin

Ecoffee bollarnir eru afskaplega sniðug og umhverfisvæn lausn í ferðalagið. Bollarnir eru framleiddir úr lífrænum bamboo trefjum, eru BPA fríir og innihalda engin plastefni. Bollana er hægt að fá í alls konar litum, þeir eru léttir meðferðis og því hentugir í ferðalög. Við mælum eindregið með því að fólk verði sér út um slíkan bolla og sleppi einnota málunum. Í dag eru líka margir staðir sem gefa afslátt ef þú kemur með þitt eigið kaffimál. Bæði betra!

Fæst í: Heilsuhúsinu

Nuun Freyðitöflur

Nuun freyðitöflurnar er sérstaklega gott að hafa meðferðis í miklum hita og ef þú átt það til að fá vöðvakrampa. Töflurnar innihalda sölt sem auka vöðvavirkni og viðhalda rakajafnvægi í líkamanum. Innihald taflanna er hreint, engin rotvarnarefni notuð og þær eru bæði glúteinlausar og vegan. Hægt er að velja um mismunandi bragðtegundir og tilvalið að hafa eina í töskunni ef þú ert í eltingaleik við sólina.

Fæst í: Heilsuhúsinu

Skordýra og flugnafælur

Tropical spreyið og Buzz off ilmkjarnaolína frá Sonnetor er tvenna sem er gott að hafa meðferðis á ferðalaginu ef þú vilt vera laus við moskító- og skordýrabit. Báðar vörurnar eru framleiddar án aukaefna, hafa ferskan ilm og henta fyrir börn sem fullorðna. Fyrirferðalítið og áhrifaríkt.

Fæst í: Heilsuhúsinu

SaveSave

1 athugasemd

  • Góðan daginn ritstjórar í boði náttúrunnar..

    Ég held með náttúrunni. Gert það frá barnsaldri. En ég er hugsi.

    Það er best fyrir náttúruna að kaupa sem minnst og að hugsa alltaf í hvert sinn sem maður kaupir eitthvað ….þarf ég þetta ? er þetta nauðsynlegt…er þetta kannski óþarfi…var þetta flutt inn…hvert er kolefnispor þessarar vöru – þarf ég hana ? að hugsa svona gæti verið besta framlag hvers einstaklings til þess að snúa við loftslagsbreytingum…hætta þessari sífellu óþarfa neyslu nema hún sé nauðsynleg. láta ekki markaðsetningu plata sig.

    Mér sýnist blaðið reyndar gera mikið í því að auglýsa allskyns thja…óþarfa. Ég spyr mig er blaðið að markaðsetja/auglýsa vörur eða hugsa um náttúruna ? Eða kannski að…..markaðsetja náttúruna – fá fólk til kaupa eitthvað sem er “náttúrulegt” en er etthvað sem enginn þarf ? Markaðsetja náttúrulegan óþarfa. Ég spyr.

    Þegar ég skoða auglýsingaflóðið á síðunni þá fer það ekki milli mála. Það er stútfullt af auglýsingum af vörum sem eru óþarfi – innfluttar í plasti og skilja eftir sig kolefnisspor. Og gera örugglega ekkert gagn fyrir þann sem kaupir það.

    Ég ætla láta þessar ágætu hugleiðingar mínar duga í bili en ég held að umræðan sé þörf – því að markaðsetning á náttúrulegum vörum er oft ekkert annað en að fá fólk til að kaupa ÓÞARFA….sem er slæmt fyrir náttúruna. Markaðsetning er til þess gerð að fólk til að kaupa og kaupa og kaupa.. loftlagsbreytingar.

    Góðar stundir, Helga Bjarnadóttr, PhD í sameindalíffræði. S: 8622488

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.