AÐFERÐ
Setjið allt hráefnið í hrærivélaskál, í sömu röð og gefið er upp, og hrærið saman í deig.
Látið hefast undir plastfilmu í tvo tíma, eða þar til deigið hefur tvöfaldast.
Fletjið deigið út með kökukefli þar til það er 0,5 cm að þykkt.
Smyrjið smjörinu í fyllinguna yfir allt deigið, dreifið kanil yfir og að lokum hrásykrinum.
Rúllið deiginu upp og límið kantinn niður með smá vatni.
Skerið rúlluna niður í 24 bita og raðið á smurða bökunarplötu, hafið smá bil á milli snúðanna.
Leyfið snúðunum að hefast í klukkutíma við stofuhita.
Hitið ofninn í 180° C. Bakið kanilsnúðana í 12–15 mínútur og látið kólna.
Á meðan má gera glassúrinn í matvinnsluvél.
Þegar snúðarnir hafa kólnað má setja glassúrinn á með sprautupoka.
Er þetta rétt að það eigi að setja 700 gr af hrásykri í fyllinguna???