DAGSFERÐIR FRÁ RVK – MATARFERÐIN

Dagsferðir frá Reykjavík bjóða upp á tækifæri til að upplifa náttúruna og ýmis ævintýri og maður endar aftur heima í koti að kvöldi. Við tókum saman fjórar ólíkar dagsferðir sem hægt er að fara í sumar, hvort sem er með vinum eða fjölskyldu. Næsta mánuðinn stingum við upp á einni slíkri ferð vikulega sem er svo hægt að skella sér í þegar tækifæri gefst. Hér er önnur ferðin en í henni eru heimsóttir nokkrir matarmarkaðir þar sem hægt er að kaupa brakandi ferskt grænmeti og ávexti beint frá íslenskum bónda!

MATARFERÐIN – 235 KM

Leiðin: Farið er úr bænum og stefnt á Selfoss, keyrt þar í gegn og áfram þar til komið er að vegi 30 í átt að Flúðum. Sá vegur er keyrður alla leið að Flúðum. Þaðan er keyrt að Reykholti og svo í Laugarás. Sami afleggjarinn er þá farinn tilbaka og þaðan keyrt í Sólheima. Þingvallaleiðin heim.

Taka með: sundföt og fjölnota poka fyrir grænmetið

Hugmyndir að stoppum

SelfossFjallkonan Sælkerahús, matur beint frá bónda– Flúðir:

       Gamla hlaðna laugin á Flúðum er nýuppgerð og í einstöku umhverfi. Kostar slatta inn.

       Matarmarkaður í Efra-Seli – Við hliðina á Golfskálanum á Flúðum er að finna fjölbreyttar matarafurðir frá Suðurlandi.

       Bragginn – Rétt við Flúðir er skemmtilegt kaffihús sem er einnig keramikverkstæði og hægt að kaupa íslenskt mjöl af svæðinu.

       Silfurtún – Rétt utan við Flúðir er heimasala á jarðarberjum og grænmeti.

       Laugarás:

       Dýragarðurinn í Slakka – Skemmtun fyrir krakka.

        Gróðrarstöðvarinnar Engi og Akur selja lífrænt ræktað grænmeti og Engi er með skemmtilegan markað um helgar.

       Sólheimar – Kaffihúsið Græna kannan og Vala, verslun með lífrænar vörur

       Laugarvatn:

       Gamli Héraðsskólinn er nú hostel og kaffihús sem gaman er að heimsækja.

       Fontana Spa – smá slökun í lok ferðarinnar.

       Lindin veitingastaður – Mælum með góðum málsverði eftir góðan dag.

       Njóttu náttúrnnar á Þingvöllum á heimleiðinni.


 

Svo er auðvitað frábært að taka HandPicked Iceland kortin eða appið með í ferðalagið

Góða ferð!

1 athugasemd

Lokað er fyrir athugasemdir